Fleiri fréttir

Landsmót hestamanna

Um 11 þúsund manns eru á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum sem lýkur í dag. Papar léku á stórdansleik í gærkvöldi og að sögn fjölmiðlafulltrúa mótsins ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir stigu á stokk. Dansleikurinn fór að sögn lögreglu vel fram en þegar líða tók á nóttina var nokkuð mikill erill hjá lögreglu vegna ölvunnar og minniháttar fíkniefnamála. Búast má við mikilli umferð frá mótsstað seinni part dags og er fólk hvatt til að fara varlega.

Mikil ölvun á færeyskum dögum

Mikil ölvun var í Ólafsvík í nótt og svo mikið var um líkamsárásir að biðröð myndaðist við heilusgæslu bæjarins.

Alvarlegt bílslys

Alvarlegt bílslys varð fyrir utan Varmahlíð í Skagafirði þegar bíll fór útaf vegi nú undir morgun. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki voru fimm í bílnum og voru tveir þeirra sendir með þyrlu til aðhlynningar á Lansdspítalann. Þangað komu þeir fyrir stundu. Enn hafa engar upplýsingar fengist um líðan þeirra.

Stjórnin ætti að segja af sér

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi áminningu sem Landspítalinn veitti Stefáni Matthíassyni ólögmæta.Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi áminningu sem Landspítalinn veitti Stefáni Matthíassyni ólögmæta.

Vörur varnarliðsins dýrari en fólk hélt

Fjöldi fólks mætti í Sigtúnið í gær til að skoða muni varnarliðsins. Búið að losa tuttugu gáma af vörum og fleiri að bætast við enda varnarliðið á förum.

Ekki færri ákærðir í Reykjavík síðan 1996

Samkvæmt ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík voru 856 einstaklingar ákærðir af embættinu á síðasta ári. Þetta er minnsti fjöldi ákærðra einstaklinga síðan 1996. Á síðasta ári voru karlar 87 prósent ákærðra.

Vilja bætta heimaþjónustu

Landsþing Kvenfélagasambands Íslands var haldið í 34. sinn um síðustu helgi, í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Blóðugt blaðastríð framundan

David Montgomery, nýr eigandi fjölmiðlasamsteypunnar Orkla Media, er reiðubúinn undir blóðugt stríð á dagblaðamarkaði í Danmörku þegar útgáfa fríblaðs að hætti Fréttablaðsins hefst á helstu þéttbýlisstöðumí haust.

Veruleg hætta skapaðist

föstudagskvöld var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til Vestmannaeyja til þess að flytja sjúkling til Reykjavíkur vegna þess að sjúkraflugvélin var ekki til staðar. Samkvæmt samningi við Heilbrigðisráðuneytið ber fyrirtækinu skylda til þess að hafa vélina ávallt til taks í Vestmannaeyjum en Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir að það hafi ítrekað komið fyrir að vélin hafi ekki verið til staðar þegar þörf hefur verið á henni. Landsflug tók við sjúkrafluginu 1. janúar í ár en áður sinnti Flugfélag Vestmannaeyja því.

Viðræður við ETA

José Luis Rodriguez Zapatero, forætisráðherra Spánar, tilkynnti á blaðamannafundi á fimmtudag að hann hygðist hefja „langar og erfiðar“ friðarviðræður við hin alræmdu ETA-samtök aðskilnaðarsinnaðra Baska. Í viðræðunum verður einblínt á endalok sjálfra samtakanna og örlög fimm hundruð baskneskra fanga sem dúsa í spænskum fangelsum, vegna tengsla við ETA. Sjálfstæði Baskalands verður ekki til umræðu.

Íbúðalánin dýrari

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákveðið að hækka útlánsvexti íbúðalána sjóðsins um 0,10 prósentustig og verða þeir 4,95 prósent. Lán með sérstöku uppgreiðsluálagi verða með 0,25 punkta lægri vöxtum eða 4,70 prósent.

Seldu líkama sambýliskvenna

Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi hefur kynnt árlega skýrslu um mansal hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar gaf Alþjóðahús frá sér yfirlýsingu um að beinar rangfærslur væri að finna í skýrslunni þar sem vitnað er í lögfræðing Alþjóðahúss. Í yfirlýsingunni kemur fram að um sé að ræða trúnaðarupplýsingar sem áttu sér stað á milli lögfræðings Alþjóðahúss og skýrsluhöfundar með því fororði að þær mætti ekki rekja til upplýsingagjafa.

Segja fólkið vera agndofa

Byggðaráð Norðurþings og Langanesbyggðar á Norðausturlandi mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um frestun vegaframkvæmda í fjórðungnum harðlega og telja að framkvæmdir til að slá á þenslu í samfélaginu eigi ekki að koma til framkvæmda í landshlutum þar sem þensluáhrifa gætir ekki og hefur ekki gætt á undanförnum misserum. Þvert á móti hafi þar verið samdráttur og fólksfækkun á síðustu áratugum.

Segja ísraelska gíslinn á lífi

Ísraelski hermaðurinn sem numinn var á brott af herskáum Palestínumönnum síðastliðinn sunnudag er á lífi og í bærilegu ástandi að sögn palestínsks embættismanns. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í gærkvöldi að næstu klukkustundir myndu skipta sköpum í deilunni milli ísraelskra og palestínskra stjórnvalda.

Ekki minnast á guð í ræðum

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hvatti danska stjórnmálamenn og ráðamenn til þess að forðast að vísa til guðs í opinberum ræðuflutningi.

Óskar eftir opinberri úttekt

Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja sendi á föstudag beiðni til Heilbrigðisráðuneytisins þar sem hann óskar eftir opinberri úttekt á stöðu sjúkraflugs til Vestmannaeyja. Beiðnina sendi hann vegna þess að það hefur ítrekað gerst að sjúkraflugvél er ekki til staðar í Vestmannaeyjum þegar þörf er á henni.

Rokkað saman í ráðuneytinu

Það var glatt á hjalla hjá ráðherrunum Sturlu Böðvarssyni og Magnúsi Stefánssyni þegar þeir tóku lagið saman í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á dögunum. Þeir rifjuðu upp gömlu árin í poppbransanum en Magnús var um tíma landsþekktur poppari og Sturla vinsæll á sveitaböllum.

Fimmta heimsmetið

Daníel Jónsson stekkur sveittur af baki eftir að hafa sýnt stóðhestinn Stála frá Kjarri sem hlaut hæstu einkunn sem um getur í kynbótadómi. Daníel hefur sýnt alls 27 hross á landsmótinu og mörg þeirra oftar en einu sinni. Stáli hlaut 8,76 í aðaleinkunn og sló þar með met Þórodds frá Þóroddsstöðum frá síðasta landsmóti 8,74.

Til aðstoðar ferðamönnum

Alls munu fjórar björg­unarsveitir á vegum Slysavarna­félagsins Landsbjargar verða staðsettar á hálendi Íslands frá og með deginum í gær og fram til 18. ágúst í þeim tilgangi að aðstoða ferðamenn og fækka slysum.

Segja hryðjuverk skilgreind of vítt

Skýrsla um hryðjuverkavarnir á Íslandi mætir talsverðri gagnrýni. Hægt að fella nánast hvað sem er undir hryðjuverk vegna of víðtækrar skilgreiningar; þrengt yrði að mannréttindum á Íslandi, segir hæstaréttarlögmaður.

Engin kona komst á þing

Umbótasinnar hlutu meirihluta þingsæta í kosningunum sem fram fóru í Kúveit á fimmtudag, en engin kona komst á þing.

Norska strandgæslan sýnir klærnar

Norska strandgæslan færði í morgun portúgalskan togara til hafnar í Vadsö í Norður-Noregi vegna meintra ólöglegra veiða.

Koizumi er kóngurinn

Elvis Presley er ein dáðasta poppstjarna allra tíma og raunar eru margir þeirrar skoðunar að hann sé ennþá sprelllifandi. Hvað sem er hæft í þeim orðrómi þá gaf forsætisráðherra Japans kónginum nýtt líf í gær á sinn einstaka hátt.

Örlögin geimferjanna ráðast í kvöld

Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft eftir rúma klukkustund. Ferðin er afar þýðingarmikil því hún gæti ráðið úrslitum um hvort þessir farkostir verði áfram notaðir til geimferða eða teknir úr umferð.

Yfir hundrað milljarðar í framkvæmdir á næstunni

Ekkert bólar enn á nákvæmri útlistun á því hvaða framkvæmdum ríkisstjórnin ætlar að fresta á næsta ári í viðleitni sinni við að draga úr þenslu. Hins vegar má lesa út úr langtímaáætlun í ríkisfjármálum, að ríkið ætlar nota hátt á annað hundrað milljarða króna í framkvæmdir næstu misseri.

Fimm teknir fyrir hrað akstur

Fimm teknir fyrir ofhraðan akstur af Lögreglunni á Keflavíkurvelli. Einn grunaður um ölvun við akstur.

Gremst ítrekaðar lágflugsæfingar Varnarliðsins

Landeigendur og ferðamenn á Rauðasandi á Barðaströnd eru gramir yfir ítrekuðum lágflugsæfingum Varnarliðsins á Breiðafirði. Um miðja síðustu viku flugu tvær F-15 orrustuþotur afar nærri Látrabjargi og í þar síðustu viku gerðist slíkt hið sama.

Önnur belgísku telpnanna jarðsungin

Belgíska stúlkan Nathalie Mahy, sem ásamt stjúpsystur sinni var misþyrmt og myrt í síðasta mánuði, var borin til grafar í borginni Liege í morgun.

Einleikjahátíð á Ísafirði

Hin árlega leiklistarhátíð Act Alone stendur nú yfir á Ísafirði og lýkur á morgun. Fullt var á opnunar sýningu hátíðarinnar og er hátíðin almennt mjög vel sótt.

Sex tvíburapör á 32 klukkustundum

Sá fáheyrði atburður gerðist á fæðingardeildinni á Sparrow-sjúkrahúsinu í Lansing í Michiganríki í Bandaríkjunum í vikunni að þar komu í heimin sex tvíburapör á aðeins 32 klukkstundum. Fyrstu tvíburarnir fæddust snemma á þriðjudagsmorguninn og svo fylgdu fimm í kjölfarið. Aðeins eitt stúlkupar var í þessum fríða hópi. Allar fæðingarnar gengu hratt og vel fyrir sig og heilsast bæði mæðrum og börnum vel. Ein móðirin fæddi tvo drengi sem voru 16 merkur hvor. Ekki er vitað hvort um heimsmet sé að ræða en starfsmenn Heimsmetabókar Guinness kanna nú málið.

Rólegt á Landsmóti hestamanna í nótt

Allt var með ró og spekt á Landsmóti hestamanna í Skagafirði í nótt. Nokkrir voru þó teknir fyrir ölvunar akstur innan svæðis undir morgun. Lögreglan á Sauðárkróki segir að það sé óvenju gott ástand á svæðinu, miðað við fólksfjölda, en hátt í níu þúsund manns voru komnir á mótið í gærkvöldi. Mikill fjöldi fólks streymdi inn á svæðið í gær til að eyða þar helginni. Umferð var því að vonum þung og undir kvöldið hafði um 10 km löng bílaröð myndast frá mótsvæði til Varmahlíðar.

Um 10.000 manns á Landsmóti

Nóttin var með rólegasta móti á Landsmóti hestamanna að Vindheimamelum. Nálægt tíu þúsund manns eru nú á svæðinu en mótinu líkur á morgun. Einhver væta féll á gesti í nótt en í morgun braust sólin fram og að sögn Huldu G. Geirsdóttur fjölmiðlafulltrúa mótsins fer vel um fólkið, þótt töluvert sé farið að þéttast á svæðinu.

Discovery á loft í kvöld

Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída í kvöld. Slæm veðurspá undanfarinna daga hefur batnað mikið og þrumuveðrið á svæðinu er nánast gengið niður.

Landhelgisgæslan áttatíu ára

Landhelgisgæslan fagnaði áttatíu ára afmæli sínu í dag og boðið var til veislu í varðskipinu Óðni. Einnig var verið að fagna nýjum lögum um Landhelgisgæsluna sem taka gildi á morgun. Tvö varðskip sigldu inn höfnina fánum prýdd, skipslúðrar voru þeyttir og skotið var úr fallbyssum. Georg Lárusson, forstjóri

Samfylkingin bretti upp ermar

Samfylkingin þarf að bretta upp ermar ef ekki á illa að fara í næstu kosningum, segir varaþingmaður flokksins í norðausturkjördæmi. Ekki er hægt að kenna formanninum einum um hversu illa gengur. Samfylkingin mældist aðeins með rúmlega 24% prósenta fylgi í skoðanakönnun. Fréttablaðsins í gær. Fylgið er heilum 6%-stigum undir kjörfylgi í síðustu kosningum, -og hið minnsta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum eftir kosningarnar 2003. Sjálfstæðisflokkurinn og minni flokkarnir vinna hins vegar á.

Tæplega 10 þúsund manns komnir á Vindheimamela í Skagafirði

Tæplega 10 þúsund manns eru komnir á Vindheimamela í Skagafirði til þess að fylgjast með Landsmóti hestamanna. Í gærkvöldi var haldinn stórdansleikur með Todmobil sem stóð fram eftir nóttu og að sögn lögreglu á svæðinu fór allt vel fram fyrir utan einstaka pústra.

Íbúðalánasjóður hækkar húsnæðisvexti

Íbúðalánasjóður hefur hækkað húsnæðisvexti sína um 0,1 prósent og eru þeir nú 4,95 prósent. Þetta er gert eftir útboð á íbúðabréfum sem haldið var í fyrradag að því er fram kemur í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði til Kauphallar Íslands.

Landsbjörg kemur útlendingum til bjargar

Björgunarsveitarmenn í Landsbjörgu, sem hleyptu af stokki nýju slysavarnaverkefni á hálendinu í gær, biðu ekki lengi eftir fyrsta viðfangsefninu. Þeir komu útlendum ferðamönnum til aðstoðar í gærkvöld. Björgunarsveitarmenn verða á fjórum stöðum á hálendinu í sumar með það að markmiði að fækka slysum.

Afmælishátíð Landsbankans

Í dag býður Landsbankinn öllum landsmönnum til veislu í tilefni 120 ára afmælis bankans. Hátíðin verður haldin á alls 14 stöðum á landinu öllu og hefst hún kl. 12:00 í miðbæ Reykjavíkur en 12:30 víðast hvar annars staðar. Björgólfur Guðmundsson mun ávarpa gesti kl. 13:00 á Ingólfstorgi í Reykjavík og verður 120 metra kaka staðsett í Austurstræti sem gestir geta gætt sér á. Þegar Björgólfur hefur talað munu fjölmargir kórar syngja afmælissönginn fyrir bankann samtímis á öllum hátíðarstöðum landsins. Sýnt verður beint frá ávarpi Björgólfs úti á landi og boðið verður upp á eins kökur.

Færeyskir dagar í Ólafsvík

Færeyskir dagar hófust í Ólafsvík í gær. Töluverð ölvun var í bænum og hafði lögreglan í nógu að snúast. Öflug gæsla er á staðnum og hefur komist upp um þrjú minni háttar fíkniefnamál þar sem bútur af hassi hefur fundist á hátíðargestum. Um 5.000 manns eru í bænum vegna hátíðarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir