Innlent

Samfylkingin bretti upp ermar

Samfylkingin þarf að bretta upp ermar ef ekki á illa að fara í næstu kosningum, segir varaþingmaður flokksins í norðausturkjördæmi. Ekki er hægt að kenna formanninum einum um hversu illa gengur.

Samfylkingin mældist aðeins með rúmlega 24% prósenta fylgi í skoðanakönnun. Fréttablaðsins í gær. Fylgið er heilum 6%-stigum undir kjörfylgi í síðustu kosningum, -og hið minnsta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum eftir kosningarnar 2003. Sjálfstæðisflokkurinn og minni flokkarnir vinna hins vegar á.

Þetta eru vonbrigði fyrir Samfylkinguna segir varaþingmaðurinn Lára Stefánsdóttir, þriðji maður á lista í Norðausturkjördæmi. Í pistli á heimasíðu sinni í gær segir hún meðal annars:

„Andstæðingar okkar tyggja í sífellu að stefna okkar sé "óljós" eða "óskýr" -slíkt er auðvitað spuninn einn enda stefnan skýr og birtist skýrt í þeim skjölum sem Framtíðarhópur flokksins hefur unnið og skilað af sér."

Varaþingmaðurinn ber blak af nýjum formanni Samfylkngarinnar þegar hún segir: „Menn leita einfaldra skýringa eins og að allt sé þetta nýjum formanni að kenna. Slíkt er ótrúleg einföldun en hitt má til sanns vegar færa að líklega hafa sumir talið að með nýjum formanni væri óhætt að halla sér og reikna með að hún ein myndi sjá um fylgið hér eftir."

Hún endar svo pistilinn á áeggjan til flokks-systra sinna og bræðra þegar hún segir:

„nauðsynlegt að menn bretti upp ermar, -hver sem einn Samfylkingarmaður vinni vasklega og ljóslega í pólitík en reikni ekki með að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir beri nánast ein það hlutverk"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×