Ekki færri ákærðir í Reykjavík síðan 1996 2. júlí 2006 08:00 helgi gunnlaugsson Ekki hafa færri einstaklingar verið ákærðir af embætti lögreglustjórans í Reykjavík síðan árið 1996. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, segir þetta mikið gleðiefni. Þessi fækkun á ákærum er fyrst og fremst vegna þess að glæpum er að fækka og við höfum tekið eftir því. Það þökkum við öflugra eftirliti lögreglu og auknu samstarfi við borgarana, segir Ingimundur. Við erum mjög ánægðir með þessa ársskýrslu. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræðum við Háskóla Íslands, segir þróunina vera í þessa átt annars staðar í Evrópu. Samkvæmt lögregluskýrslum í Evrópu er tilhneigingin sú að glæpum fer fækkandi í álfunni, segir Helgi. Hann segir fækkunina hafa verið hæga en stöðuga undanfarin ár. Athygli vekur að karlar eru 87 prósent ákærðra, en alls voru 742 karlar ákærðir fyrir lögbrot á síðasta ári og 114 konur. Við karlmennirnir eigum því miður vinningin á öllum sviðum. Það hefur sýnt sig í gegnum árin að það skiptir ekki máli hvort það eru umferðarlagabrot, kynferðisbrot, ofbeldisbrot eða þjófnaðir, við erum ávallt efstir, segir Ingimundur. Aðspurður um hverja hann telur ástæðuna vera fyrir þessum sláandi mun á kynjunum, var svar hans einfalt. Ætli við verðum ekki bara að spyrja okkur sjálfa af hverju við erum svona. Helgi segir muninn á glæpatíðni kynjanna ekki koma á óvart. Þetta er fyrst og fremst út af félagslegri mótun kynjanna og endurspeglar að einhverju leyti hlutverk kynjanna í samfélaginu. Hugmyndin er að karlinn eigi að vera sterkara kynið og eigi að drífa hlutina af, á meðan konan er meira í stuðningshlutverkinu, segir Helgi. Þetta er nánast félagslegt lögmál, karlar eru ekki glæpahneigðari en konur að eðlisfari. Embætti lögreglustjórans í Reykjavík gaf út 1030 ákærur á síðasta ári. Miðað við fjölda einstaklinga sem ákærðir voru, má sjá að sumir fengu fleiri en eina. Leita þarf aftur til ársins 2001 til að finna færri útgefnar ákærur, en þá voru gefnar út 933 ákærur. Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Ekki hafa færri einstaklingar verið ákærðir af embætti lögreglustjórans í Reykjavík síðan árið 1996. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, segir þetta mikið gleðiefni. Þessi fækkun á ákærum er fyrst og fremst vegna þess að glæpum er að fækka og við höfum tekið eftir því. Það þökkum við öflugra eftirliti lögreglu og auknu samstarfi við borgarana, segir Ingimundur. Við erum mjög ánægðir með þessa ársskýrslu. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræðum við Háskóla Íslands, segir þróunina vera í þessa átt annars staðar í Evrópu. Samkvæmt lögregluskýrslum í Evrópu er tilhneigingin sú að glæpum fer fækkandi í álfunni, segir Helgi. Hann segir fækkunina hafa verið hæga en stöðuga undanfarin ár. Athygli vekur að karlar eru 87 prósent ákærðra, en alls voru 742 karlar ákærðir fyrir lögbrot á síðasta ári og 114 konur. Við karlmennirnir eigum því miður vinningin á öllum sviðum. Það hefur sýnt sig í gegnum árin að það skiptir ekki máli hvort það eru umferðarlagabrot, kynferðisbrot, ofbeldisbrot eða þjófnaðir, við erum ávallt efstir, segir Ingimundur. Aðspurður um hverja hann telur ástæðuna vera fyrir þessum sláandi mun á kynjunum, var svar hans einfalt. Ætli við verðum ekki bara að spyrja okkur sjálfa af hverju við erum svona. Helgi segir muninn á glæpatíðni kynjanna ekki koma á óvart. Þetta er fyrst og fremst út af félagslegri mótun kynjanna og endurspeglar að einhverju leyti hlutverk kynjanna í samfélaginu. Hugmyndin er að karlinn eigi að vera sterkara kynið og eigi að drífa hlutina af, á meðan konan er meira í stuðningshlutverkinu, segir Helgi. Þetta er nánast félagslegt lögmál, karlar eru ekki glæpahneigðari en konur að eðlisfari. Embætti lögreglustjórans í Reykjavík gaf út 1030 ákærur á síðasta ári. Miðað við fjölda einstaklinga sem ákærðir voru, má sjá að sumir fengu fleiri en eina. Leita þarf aftur til ársins 2001 til að finna færri útgefnar ákærur, en þá voru gefnar út 933 ákærur.
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira