Innlent

Gremst ítrekaðar lágflugsæfingar Varnarliðsins

Landeigendur og ferðamenn á Rauðasandi á Barðaströnd eru gramir yfir ítrekuðum lágflugsæfingum Varnarliðsins á Breiðafirði. Um miðja síðustu viku flugu tvær F-15 orrustuþotur afar nærri Látrabjargi og í þar síðustu viku gerðist slíkt hið sama. Óttast er að þotugnýrinn geti haft slæm áhrif á fuglalífið í bjarginu því á þessum árstíma eru ungar að skríða úr eggjum. Þótt engar formlegar takmarkanir séu á flugi undir 500 fetum á þessum slóðum segir Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Varnarliðsins, að flugmönnum sé sagt að fljúga ekki lágflug þarna. Einhver misbrestur virðist hins vegar hafa orðið á því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×