Innlent

Lyfjafyrirtæki gagnrýnd harðlega fyrir skaðlegt markaðsstarf

Grunur leikur á að markaðssetning stinningarlyfjanna Viagra og Cialis hér á landi, sé ólögleg. Neytendasamtökin hafa kallað Lyfjastofnun til aðstoðar.

Út er komin ný skýrsla á vegum ICRT sem sér um framkvæmd neitendakannanna. Neitenda samtök víða um heim hafa gert skýrslunni skil og gagnrýna samtökin lyfjafyrirtækin harðlega fyrir skaðlegt markaðsstarf, sjúkdómavæðingu og fleira.

Íslensku neytenda samtökin hafa birt grein um málið og leikur grunur á að einhver dæmi séu um ólöglega markaðssetningu hér á landi en bannað er að auglýsa lyf á Íslandi.Í síðasta tölublaði neytendasamtakanna er meðal annars fjallað um geðdeyfðarlyf og ristruflanir.

Sannað þykir að markaðssetning lyfjafyrirtækja sé orðin ágengari en fyrr. Samruni lyfjarisa hefur kallað á kröfu um aukna arðsemi. Þannig er hermt að stærstu fyrirtækin eyði tvöfald fleira fé til markaðsstarfs en í rannsókn og þróun á lyfjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×