Innlent

Um 10.000 manns á Landsmóti

Mynd/Valgarður Gíslason

Nóttin var með rólegasta móti á Landsmóti hestamanna að Vindheimamelum. Nálægt tíu þúsund manns eru nú á svæðinu en mótinu líkur á morgun.

Einhver væta féll á gesti í nótt en í morgun braust sólin fram og að sögn Huldu G. Geirsdóttur fjölmiðlafulltrúa mótsins fer vel um fólkið, þótt töluvert sé farið að þéttast á svæðinu. Hulda gerir ráð fyrir að um 10 þúsund manns séu á staðnum og enn bætir í. Flestir gestanna koma akandi á landsmótið en þó eru nokkri sem kjósa að koma ríðandi.

Á dagskrá mótsins í dag ber hæst veiting heiðursverðlauna fyrir hryssur en eins bíða margir spenntir eftir úrslitum í A flokki í tölti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×