Innlent

Afmælishátíð Landsbankans

Í dag býður Landsbankinn öllum landsmönnum til veislu í tilefni 120 ára afmælis bankans. Hátíðin verður haldin á alls 14 stöðum á landinu öllu og hefst hún kl. 12:00 í miðbæ Reykjavíkur en 12:30 víðast hvar annars staðar. Björgólfur Guðmundsson mun ávarpa gesti kl. 13:00 á Ingólfstorgi í Reykjavík og verður 120 fermetra kaka staðsett í Austurstræti sem gestir geta gætt sér á. Þegar Björgólfur hefur talað munu fjölmargir kórar syngja afmælissönginn fyrir bankann samtímis á öllum hátíðarstöðum landsins. Sýnt verður beint frá ávarpi Björgólfs úti á landi og boðið verður upp á eins kökur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×