Innlent

Mikil ölvun á færeyskum dögum

Mikil ölvun var í Ólafsvík í nótt og svo mikið var um líkamsárásir að biðröð myndaðist við heilusgæslu bæjarins.

Hátíðin færeyskir dagar stendur yfir í bænum en henni lýkur í dag. Talið er að um fimm þúsund manns séu í Ólafsvík af því tilefni. Að sögn lögreglu var mikið um skemmdaverk og innbrot í húsnæði og bifreiðar. Fimm voru teknir fyrir ölvunarakstur og tvö fíknefnamál komu upp. Mest er um unglinga á svæðinu að sögn lögreglu sem heldur uppi mikilli gæslu. Sextán lögreglumenn eru á vakt í stað tveggja sem er vaninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×