Alvarlegt bílslys varð fyrir utan Varmahlíð í Skagafirði þegar bíll fór útaf vegi nú undir morgun. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki voru fimm í bílnum og voru tveir þeirra sendir með þyrlu til aðhlynningar á Lansdspítalann. Þangað komu þeir fyrir stundu. Enn hafa engar upplýsingar fengist um líðan þeirra.
Alvarlegt bílslys
