Innlent

Landhelgisgæslan áttatíu ára

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Landhelgisgæslan fagnaði áttatíu ára afmæli sínu í dag og boðið var til veislu í varðskipinu Óðni. Einnig var verið að fagna nýjum lögum um Landhelgisgæsluna sem taka gildi á morgun. Tvö varðskip sigldu inn höfnina fánum prýdd, skipslúðrar voru þeyttir og skotið var úr fallbyssum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar afhenti Birni Bjarnasyni dóms-og kirkjumálaráðherra fyrsta eintakið af nýútkomnum bæklingi um Landhelgisgæsluna og borgarstjórinn í Hull á Englandi var heiðursgestur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×