Fleiri fréttir

Stjórnvöld hafa ekki sinnt málefnum aldraðra

Samtök eldri borgara boða til þjóðfundar um málefni sín í Háskólabíói í kvöld. Stefán Ólafsson, prófessor, mun birta niðurstöður rannsóknar sem sýnir að eldri borgarar hafa dregist aftur úr í kjörum og einnig verður gerður samanburður við kjör eldri borgara á Norðurlöndunum.

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir í sókn á Akranesi

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir eru í verulegri sókn á Akranesi en fylgi við Samfylkinguna minnkar frá síðustu kosningum og Framsóknarflokkur tapar helmingi fyrra fylgis síns, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Þjóðmálafundur NFS í Hafnarfirði í kvöld

Sjöundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu, vegna komandi sveitarstjórnarkosninga, verður haldinn í Hafnarfirði í kvöld. Þar er Samfylkingin með hreinan meirihluta eftir síðustu kosningar, en kl. 17 í dag birtum við fyrstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem sýnir hvort breyting er að verða á því.

Viðbúnaður við Sundahöfn

Lögregla og kafarar eru nú við störf í Sundahöfn í Reykjavík. Um er að ræða eftirgrennslan eftir manni en bíll hans fannst á svæðinu í dag. Ekki er talið að um saknæmt athæfi sé að ræða.

Eimskip kaupir í bresku fyrirtæki

Eimskip hefur gengið frá kaupum á 55% hlut í breska fyrirtækinu Innovate, sem sérhæfir sig í geymslu og dreifingu á kældum og frystum afurðum. Kaupverð er trúnaðarmál. Í tilkynningu Eimskips segir að með kaupunum á hollenska frystigeymslufyrirtækinu Daalimpex fyrr á árinu og Innovate nú sé Eimskip orðið ráðandi aðili í Evrópu þegar kemur að geymslu á hitastýrðum matvælum.

Lítið upp í skaðann af virkjun

Tuttugu milljóna króna styrkur Alcoa vegna þjóðgarða vegur lítið til móts við þann skaða sem verður af Kárahnjúkavirkjun segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann telur styrkinn frekar til marks um sýndarmennsku en að fyrirtækið standi sig vel í umhverfismálum.

Viðráðanlegt ójafnvægi

Vaxandi ójafnvægi í íslenska hagkerfinu er áhyggjuefni. Efnahagshorfur eru þó góðar og ríkisstjórnin ætti að vera í stakk búin að takast á við sveiflur í efnahagsmálum að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Segist iðrast gjörða sinna

Eyþór Arnalds segir áhugann á stjórnmálum sinn óbreyttann en framtíðin muni skera út um pólistískan frama hans. Hann segist iðrast gjörða sinna sem hann segir óafsakanlegar.

ESSO lækkar bensínverðið

ESSO lækkar verðið á bensínlítranum um eina krónu í dag og er algengt verð í sjálfsafgreiðslu 124,40 krónur. Lítrinn af dísilolíu og gasi lækkar einnig um eina krónu.

Leit stendur enn

Leit stendur enn að Pétri Þorvarðarsyni, sem fór fótgangandi frá Grímsstöðum á Fjöllum aðfaranótt sunnudags. Búið er að leita vandlega á 500 ferkílómetra landsvæði án þess að nokkur vísbending hafi fundist um ferðir Péturs.

Óflughæfar nær fimmta hvern dag frá áramótum

Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið óflughæfar samtímis nær fimmta hvern dag frá áramótum. Þá daga hefur þurft að treysta alfarið á aðstoð frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli eða danska varðskipinu Triton ef þyrlu hefur þurft til björgunarstarfa.

Áfengisverslun sprengd í Bagdad

Áfengisverslun var sprengd í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengju var komið fyrir við dyr verslunarinnar og var þetta í þriðja sinn sem hún var skotmark öfgamanna.

Milljóna samningur um boranir

Jarðboranir hafa gert samning við orkufyrirtæki á Asoreyjum, sem tilheyra Portúgal, um borun á rannsókna- og vinnsluholum, til undirbúnings háhitavirkjunar á eyjunum. Samningurinn er upp á 500 til 700 milljónir króna og er sá stærsti sem Jarðboranir hafa gert í útlöndum.

Dæmt vegna ódæðana í Beslan

Allt stefnir í að eini eftirlifandi maðurinn sem átti aðild að hryðjuverkaárásinni á barnaskóla í Beslan fyrir um einu og hálfu ári verði sakfelldur. Hryðjuverkamenn hertóku skólann og héldu honum í þrjá daga, þar til hersveitir réðust á skólann og frelsuðu gíslana. 330 féllu í skotbardaganum sem fylgdi, meirihluti þeirra börn.

Fjórðungur Skagamanna nýtir sér strætó

Rúmlega fjóðrungur Skagamanna hefur nýtt sér þjónustu Strætó á milli Akraness og Reykjavíkur, sem líklega er talsvert hærra hlutfall en á höfuðborgarsvæðinu sjálfu.

Sinueldar í skógræktarsvæði

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögreglan börðust í gær við þó nokkurn sinueld á skógræktarsvæði við Rósaselstjarnir ofan við byggðina í Keflavík. Varðeldur hafði verið kveiktur í skógræktinni og af ummerkjum að ráða hafði verið gerð tilraun til að poppa poppkorn á eldinum sem síðan barst í skógræktina. Nokkuð af trjám varð eldinum að bráð og einnig logaði glatt í sinu og mosa á svæðinu.

Varnaraðgerðum aflétt

Tímabundnum varnaraðgerðum til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla hér á landi, hefur verið aflétt. Þetta er gert í ljósi þess að langflestir farfuglar eru nú komnir til Íslands þetta árið en engin tilfelli sjúkdómsins hafa greinst hér á landi, og fjöldi neikvæðra sýna frá Bretlandseyjum gefa til kynna að sjúkdómurinn hafi ekki náð þar fótfestu þrátt fyrir einangruð tilvik.

2 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann á fimmtugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlkum. Stúlkurnar voru á aldrinum þriggja til tólf ára þegar brotin áttu sér stað.

120 störf í hættu í Noregi

Á næstunni verður tekin ákvörðun um að bæta við framleiðslu Íslenska járnblendifélagsins, en norska ríkisútvarpið segir að 120 störf séu í hættu vegna þessa í Noregi.

Slapp við reykeitrun

Kona var flutt á Slysadeild Landsspítalans undir morgun vegna gruns um að hún hafi fengið reykeitrun, eftir að íbúð við Bergþórugötu fylltist af reyk.

Fara enn huldu höfði

Ungu mennirnir þrír, sem lögreglan hefur lýst eftir um allt land eftir að þeir numu ungan mann af heimili hans í Garðabæ á laugardagsvköldið og misþyrmdu uppi í Heiðmörk, fara enn huldu höfði.

Pétur Þorvarðarson enn ófundinn

Leit stendur enn að Pétri Þorvarðarsyni, sem fór fótgangandi frá Grímsstöðum á Fjöllum aðfararnótt sunnudags. Engar vísbendingar hafa fundist um afdrif Péturs.

Fangauppreisn lokið

Uppreisn fanga í 70 fangelsum í Sao Paulo í Brasilíu er lokið og hafa um 200 gíslar verið látnir lausir. Minnst 80 hafa látist í öldu ofbeldis á svæðinu sem hófst á föstudaginn.

Álag á krókódílaveiðimenn mikið

Eftir þrjár bannvænar árásir krókódíla í síðastliðinni viku í Flórída í Bandaríkjunum hefur álagið hjá krókódílaveiðimönnum aldrei verið meira. Fjöldi símtala sem þeir fá hefur meira en þrefaldast og eru áhyggjur Flórídabúa miklar. Árásir krókódíla á menn eru fátíðar.

Hamas viðurkenni ekki Ísraelsríki

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, hafnaði í gær kröfum alþjóðasamfélagsins um að Hamas-stjórn hans viðurkenni Ísraelsríki og afneitaði ofbeldismönnum. Þetta kom fram í ræðu sem hann flutti um tíu þúsund stuðningsmönnnum sínum í borginni Rafah á Gaza-ströndinni í gær.

Enn hætta við Merapi

Gas og grjót halda áfram að falla niður hliðar eldfjallsins Merapi á indónesísku eyjunni Jövu. Eitthvað virðist þó hafa hægst en eldfjallasérfræðingar vara þó við að gosið geti færst í aukana fljótlega þó það virðist í rénun nú.

Þjóðvarðliðar að landamærum

Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann ætlaði að senda allt að 6000 þjóðvarðliða til landamæranna að Mexíkó og er það liður í nýrri áætlun sem miðar að því að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Mexíkó eru uggandi og stjórnmálaskýrendur segja áætlunina útþynnta.

Jimmy Carter gagnrýnir Bandaríkjastjórn harðlega

Jimmy Carter, fyrrum forseti Bandaríkjanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, gagnrýnir harðlega stefnu Bandaríkjastjórnar í málefnum Palestínu. Hann segir að komið sé fram við saklaust fólk eins og dýr eingöngu vegna þess að það kaus Hamas til að stjórna landinu.

Íslensk börn fá þriðjung orku sinnar úr næringarlausu fæði

Íslensk börn fá allt að þriðjung orku sinnar úr sælgæti, kexi og öðrum neysluvörum sem innihalda litla sem enga næringu. Engin önnur börn í Evópu neyta jafn lítils magns af ávöxtum og grænmeti. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrra rannsókna á mataræði skólabarna á aldrinum 9-15 ára.

Eftirlýstir af lögreglunni í Kópavogi

Þrír menn eru eftirlýstir af lögreglu vegna alvarlegrar líkamsárásar á laugardagskvöld. Mennirnir rændu fórnarlambinu af heimili þess og liggur það nú þungt haldið á spítala. Mennirnir þrír eru þekktir í undirheimum Garðabæjar og hafa allir komið marg oft við sögu lögreglu. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að í það minnsta einn þeirra sé viðriðinn sveðjuárás í Garðabæ í fyrra og að hinir tveir séu á skilorði.

Leitin að Pétri Þorvarðarsyni hefur engan árangur borið

Leitin að Pétri Þorvarðarsyni sem saknað hefur verið frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan í fyrrinótt hefur engan árangur borið. Á þriðja hundrað björgunarmanna og nokkrir sporhundar taka nú þátt í leitinni, en þyrla varnarliðsins er hætt leit í dag og ekki hefur verið ákveðið hvenar leit hefst aftur á morgun.

Varðeldur kveiktur í skógrækt við Rósaselstjarnir

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögreglan börðust síðdegis við þó nokkurn sinueld á skógræktarsvæði við Rósaselstjarnir ofan við byggðina í Keflavík. Varðeldur hafði verið kveiktur í skógræktinni og af ummerkjum að ráða hafði verið gerð tilraun til að poppa poppkorn á eldinum sem síðan barst í skógræktina.

Járnblendistörf kunna að flytjast til Íslands

Á næstunni verður tekin ákvörðun um að bæta við framleiðslu Íslenska járnblendifélagsins, sem kann að hafa í för með sér 30 - 40 viðbótarstörf við járnblendið á Grundartanga. Norska ríkisútvarpið segir að 120 störf séu í hættu í Aalvik í Harðangri ef svo fer sem horfir að framleiðsla á magnesíum kísiljárni flytjist frá Noregi til Íslands.

Óttast um á fjórðu milljón manna í Darfur

Óttast er um afdrif þriggja og hálfrar milljónar manna í Darfúr héraði í Súdan, eftir að mataraðstoð Sameinuðu þjóðanna var skorin niður um helming. Mikill þrýstingur er á stríðandi fylkingar að semja um frið.

Vilja tómstundastarf á vinnutíma

Tómstundastarf barna á skólaaldri er frambjóðendum í Reykjavík ofarlega í huga og vilja þeir tvinna það við skólastarfið svo því verði lokið innan hefðbundins vinnutíma. Skiptari skoðanir eru um skólabúninga, fríar máltíðir í skólum og gjaldfrjálsa leikskóla

Viðbrögð við Fuglaflensu á áhættustig 1

Þar sem ekki hefur verið staðfest tilvik fuglaflensu (Avian Influensu af H5N1 stofni) á Íslandi hefur landbúnaðarráðherra, að fengnum tillögum Landbúnaðarstofnunar, ákveðið að aflétta þeim ráðstöfunum sem mælt var fyrir um tímabundnar varnaðaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa eða Avian Influensa berist í alifugla.

Sala á greiningarlyfjum gæti skapað tekjur innan skamms

Íslensk erfðagreining og bandaríska fyrirtækið Illumina, sem sérhæfir sig í þróun tækja sem notuð er til erfðarannsókna, greindu frá því í dag að þau hafi tekið upp samstarf um að þróa og markaðssetja DNA-greiningarpróf fyrir algenga sjúkdóma.

Vilja ekki stækkun álversins

Vinstri-grænir í Hafnarfirði eru andvígir stækkun álversins í Straumsvík og hyggjast beita sér gegn henni í bæjarstjórn nái þeir til þess kjöri. Þeir vilja auk þess auka vægi íbúa Hafnarfjarðar í ákvarðanatöku um mál sem snerta þá.

Málþing hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands og Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, standa að málþingi sem ber yfirskriftina Trúfrelsi og lífsskoðanafélög. Lífsskoðanafélög eru félög sem fjalla um siðferði og lífsskoðanir og sjá meðlimum fyrir félagslegum athöfnum eins og nafngift, fermingu, giftingu og greftrun (dæmi Siðmennt á Íslandi og Human Etisk Forbund í Noregi) en tilgangur málþingsins er að fjalla um jafnræði trúfélaga, skráningu lífsskoðanafélaga og trúfrelsi á Íslandi.

Ekkert verður af setuverkfalli

Ekkert verður af setuverkfalli stuðningsfulltrúa hjá svæðisskrifstofum fatlaðra sem átti að hefjast í kvöld. Trúnaðarmenn starfsmanna samþykktu nýgerðan stofnanasamning á fundi í hádeginu og var hann undirritaður klukkan þrjú.

Þyrla Varnarliðsins aðstoðar við leit

Þyrla varnarliðsins er farin í loftið til að aðstoða við leit að Pétri Þorvarðarsyni 17 ára pilti, sem saknað er frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan í fyrrinótt. Á þriðja hundrað björgunarmanna og nokkrir sporhundar taka nú þátt í leitinni og er búið er að kalla út björgunarsveitir frá svæði 9 og 10, einnig er verið að kalla út menn af höfuðborgarsvæðinu sem fara flugleiðis með flugvél Lanhelgisgæslurnar kl.17:00.

Bjarni Ármannsson nýr formaður stjórnar SBV

Bjarni Ármannsson var kjörinn formaður stjórnar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja á stjórnarfundi SBV sem haldin var í dag, 15. maí. Bjarni var kjörinn formaður til næstu tveggja ára, en ný stjórn var kjörin á aðalfundi SBV 27. apríl sl.

Lækkun fasteignaskatts samþykkt

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögur gjaldskrárnefndar sveitarfélagsins um reglur er varða lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

Sjá næstu 50 fréttir