Innlent

Milljóna samningur um boranir

Jarðboranir hafa gert samning við orkufyrirtæki á Asoreyjum, sem tilheyra Portúgal, um borun á rannsókna- og vinnsluholum, til undirbúnings háhitavirkjunar á eyjunum. Samningurinn er upp á 500 til 700 milljónir króna og er sá stærsti sem Jarðboranir hafa gert í útlöndum.

10 til 15 íslendingar munni vinna að verkefninu. Rannsóknir lofa góðu um að virkjanlegan háhita sé að finna í nægilegu magni til að reisa raforkuver, sem sjá myndi almenningi og bandarískri herstöð fyrir raforku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×