Innlent

Sinueldar í skógræktarsvæði

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögreglan börðust í gær við þó nokkurn sinueld á skógræktarsvæði við Rósaselstjarnir ofan við byggðina í Keflavík.

Varðeldur hafði verið kveiktur í skógræktinni og af ummerkjum að ráða hafði verið gerð tilraun til að poppa poppkorn á eldinum sem síðan barst í skógræktina. Nokkuð af trjám varð eldinum að bráð og einnig logaði glatt í sinu og mosa á svæðinu. Jörð er mjög þurr á þessum slóðum eftir þurrka síðustu daga.

Slökkviliðið flutti vatn á svæðið á tankbíl og einnig var vatni dælt úr tjörn á staðnum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekki vitað hver kveikti eldinn en ljóst að þarna voru börn eða ungmenni á ferðinni. Það er því ljóst að það fer einhver í háttinn í kvöld með skógareld á samviskunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×