Erlent

Áfengisverslun sprengd í Bagdad

Áfengisverslun var sprengd í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Sprengju var komið fyrir við dyr verslunarinnar og var þetta í þriðja sinn sem hún var skotmark öfgamanna.

Fyrir nokkru var handsprengju varpað inn í hana og nokkru síðar ruddust vígamenn inn, gráir fyrir járnum, stálu peningum og misþyrmdu starfsfólki. Það var svo í dag sem ákveðið var að sprengja verslunina í loft upp.

Verslunarmenn í næsta nágrenni segja ástæður árásanna helst að verslunin selur áfengi en trúarleiðtogar múslima í Írak hafa lagt blátt bann við neyslu þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×