Erlent

Álag á krókódílaveiðimenn mikið

Todd Hardwick, veiðimaður, berst við krókódíl.
Todd Hardwick, veiðimaður, berst við krókódíl. MYND/AP

Eftir þrjár bannvænar árásir krókódíla í síðastliðinni viku í Flórída í Bandaríkjunum hefur álagið hjá krókódílaveiðimönnum aldrei verið meira. Fjöldi símtala sem þeir fá hefur meira en þrefaldast og eru áhyggjur Flórídabúa miklar. Árásir krókódíla á menn eru fátíðar.

Frá árinu 1948 hafa sautján manns látið lífið í Flórída eftir árás krókódíla. Margir eru því óttasslegnir eftir þessar þrjár bannvænu árásir á aðeins viku.

Krókódílaveiðimaðurinn Todd Hardwick segir það ekki koma sér á óvart hversu mikið fólk verður vart við krókódíla nú. Mökunartímabil þeirra standi nú yfir og auk þess leiði þurr og heit veðrátta til þess að þeir koma nær íbúasvæðum í leit að fæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×