Erlent

Fangauppreisn lokið

MYND/AP

Uppreisn fanga í 70 fangelsum í Sao Paulo í Brasilíu er lokið og hafa um 200 gíslar verið látnir lausir. Minnst 80 hafa látist í öldu ofbeldis á svæðinu sem hófst á föstudaginn.

Lögregla hefur hert eftirlit á götum borgarinnar eftir að liðsmenn glæpagengis myrtu lögreglumenn og óbreytta borgara, réðust á lögreglustöðvar og banka og lögðu eld að fjölmörgum strætisvögnum. Til átaka kom eftir að mörg hundruð fangelsaðir liðsmenn gengisins voru fluttir í hágæslufangelsi. Reglan hafði verið að háttsettir liðsmenn voru færðir milli fangelsa með reglulegu millibili.

Íbúar í Sao Paulo eru óttaslegnir eftir atburði helgarinnar og götur borgarinnar mannlausar í gærkvöld. Óttast er að til frekari átaka geti komið og þau breiðst út til annarra borga í Brasilíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×