Fleiri fréttir Flugslysaæfing á Höfn í Hornafirði í dag Flugslysaæfing verður haldin á Höfn í Hornafirði í dag. Þar verður sett á svið flugslys þar sem stór farþegaflugvél brotlendir við flugvöllinn á Höfn. Um 30 sjálfboðaliðar taka þátt í æfingunni sem lemstraðir sjúklingar en ríflega þrjátíu manns koma að björgunarstörfum og samhæfingu á staðnum. 13.5.2006 11:30 Réðust inn á heimili fyrrverandi yfirmanns CIA Bandaríska alríkislögreglan réðst í gær til inngöngu á heimili manns sem nýlega lét af störfum sem þriðji æðsti yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Fimm alríkisstofnanir tóku þátt í húsleitinni, sem var gerð samkvæmt leynilegum dómsúrskurði. Talsmenn þeirra vildu ekki segja hverju væri verið að leita að, en maðurinn - Kyle Foggo - er grunaður um spillingu í tengslum við verktakasamninga. 13.5.2006 11:15 Á 191 kílómetra hraða á Reykjanesbraut Lögreglan í Keflavík veitt bíl eftirför í nótt sem mældist á 191 kílómetra hraða á klukkustund á leið vestur Reykjanesbraut. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan með því að slökkva öll ljós á bílnum. 13.5.2006 11:00 Leituðu aðstoðar vegna hundsbits Fjögur ungmenni þurftu að leita á slysadeild á Akureyri eftir að hundur hafði bitið þau í nótt. Ungmennin voru að fagna próflokum í Kjarnaskógi þegar einn af góðkunningjum lögreglunnar fyrir norðan kom á staðinn með hund sinn. Hundurinn var svo skilinn eftir í vörslu annars fólks sem á endanum leiddi til þess að hann beit fjóra. 13.5.2006 10:45 Fellibylur veldur usla á Filippseyjum Fellibylurinn Tsjantsjú olli mikilli eyðileggingu um miðbik Filippseyja í nótt og leiddi til dauða að minnsta kosti 23 manna. 13.5.2006 10:30 Eldur í gámi og brettum við Grandagarð í nótt Töluverðan reyk lagði yfir Reykjavíkurhöfn þegar eldur kom upp í gámi við Grandagarð 16-18 um klukkan eitt í nótt. Slökkvilið kom á vettvang og þá hafði eldurinn læst sig í nærliggjandi trébretti og var farinn að teygja sig í upp í glugga í nærliggjandi húsi og að tunnum með þynni. Kæla þurfti tunnurnar og lauk slökkvistarfi um tvöleytið. Eldsupptök eru ókunn en rannsókn stendur yfir. 13.5.2006 10:15 Varað við hamförum við Merapi Eldfjallið Merapi í Indónesíu spúði eldi og ösku í morgun á meðan þúsundir íbúa aðliggjandi svæða flúðu heimili sín. Í morgun gáfu stjórnvöld út viðvörun um yfirvofandi hamfarir og skipuðu þúsundum manna sem búa á svæðinu að hafa sig á brott. 13.5.2006 10:01 Húsleit á heimili fyrrum yfirmanns CIA Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði í dag húsleit á heimili Kyle "Dusty" Foggo fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA 12.5.2006 22:34 Á þriðja þúsund manns í framboði Einn af hverjum áttatíu landsmönnum á kosningaaldri getur kosið sjálfan sig í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram undir lok mánaðarins. Svo margir eru frambjóðendurnir. Heildarfjöldi þeira jafngildir því að nær allir Grindvíkingar væru í framboði. 12.5.2006 21:11 Miðbær í myndum Ljósmyndssýningin Miðbær í myndum verður opnuð á Listahátíð á morgun. Á sýningunni eru 70 myndir sem sýna miðborg Reykjavíkur eins og hún leit út fyrir um hundrað árum síðan. 12.5.2006 21:04 Þjónusta við börn og aldraða í hávegi höfð Þjónustu við aldraða hefur hrakað mikið á síðustu sextán árunum segir oddviti Vinstri-grænna í Kópavogi. Flokkurinn kynnti stefnuskrá sína í dag og er þjónusta við aldraða og börn í hávegi höfð í stefnuskránni. 12.5.2006 20:06 Sjóræningjaveiðar á Reykjaneshrygg Átta skip eru að ólöglegum veiðum á Reykjaneshrygg, rétt utan lögsögunnar, í hópi tæplega sjötíu skipa sem þar stunda löglegar veiðar. Samtökin Greenpeace hafa skorið upp herör gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum, sem stundaðar eru víða um heim. 12.5.2006 19:20 Yfir eitt prósent atkvæðabærra manna í framboði Einn af hverjum áttatíu einstaklingum á kosningaaldri er í framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sjálfkjörið er í sveitarstjórn í Breiðdalshreppi og Tjörneshreppi en listakosning fer fram í 58 sveitarfélögum. Þar eru tæplega 2.600 manns í framboði á 170 listum. 12.5.2006 17:32 Mótmæltu byggingu Kárahnjúkavirkjunar Tvö til þrjú hundruð manns komu saman á Austurvelli á sama tíma og hornsteinn var lagður að Kárahnjúkavirkjun til að mótmæla byggingu hennar. 12.5.2006 17:04 Leggur áherslu á nýtingu jarðhita Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra lagði áherslu á aðkomu alþjóðlegra fjármálastofnana að nýtingu jarðhita á fundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í New York í gær. Í ræðu sinni sagði ráðherra að fólk væri almennt ekki nógu meðvitað um möguleika jarðhita sem orkugjafa. 12.5.2006 16:40 Yfir hundrað og fimmtíu látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Nígeríu Yfir hundrað og fimmtíu eru sagðir látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Suðvestur-Nígeríu í morgun og þar af margir svo illa brenndir að líkin eru óþekkjanleg. Leki hafði komið að olíuleiðslunni og þorpsbúar þustu þar að, til að safna dýrmætum olíudropum í alla tiltæka dalla. 12.5.2006 15:29 KB banki bakhjarl Listahátíðar KB banki undirritaði í dag samstarfssamning við Listahátíð í Reykjavík til næstu þriggja ára. Í samningnum felst að bankinn verður fjárhagslegur bakhjarl hátíðarinnar. Samningurinn er í raun framlenging á samstarfi Listahátíðar og KB banka, þar sem bankinn hefur verið bakhjarl hátíðarinnar um nokkurra ára skeið. 12.5.2006 15:08 Slökkvistarfi lokið við Hvaleyrarvatn Ræktarland Lækjarskóla við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er illa farið eftir sinubruna sem kom upp á ræktunarsvæði Skógræktar Hafnarfjarðar fyrr í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um brunann klukkan eitt í dag og barðist við eldinn í um klukkustund en hann hafði læst sig í tré á svæðinu. 12.5.2006 15:01 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur slökkt sinueld við Hvaleyrarvatn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins náði rétt í þessu að slökkva mikinn sinueld við Hvaleyrarvatn. Allt titækt lið var kallað út enda logaði mikið. Trjágróður var í hættu en eldurinn ógnaði ekki byggingum. Ekki er vitað um tildrög þess að eldurinn kviknaði. 12.5.2006 13:58 Mikill sinubruni við Hvaleyrarvatn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst þessa stundina við mikinn sinueld við Hvaleyrarvatn. Allt titækt lið er á staðnum og logar mikið. Samkvæmt heimildum NFS er trjágróður í hættu. Ekki er vitað um tildrög þess að eldurinn kviknaði. Við segjum nánar frá þessu eftir því sem upplýsingar berast. 12.5.2006 13:47 Í mótmælahug eftir lestur Draumalandsins Tveir ungir starfsmenn Landspítalans urðu svo heillaðir við lestur bókarinnar Draumalandsins eftir Andra Snæ Magnason að þeir ákváðu að standa fyrir mótmælum á Austurvelli. Þeir hafa sent skilaboð á fjölda fólks og vilja að fólk sýni innihaldi bókarinnar viðbrögð í verki. 12.5.2006 13:45 Stór sinueldur við Hvaleyrarvatn Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins var kallað út um eitt leitið vegna sinubruna við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu er hér um stór bruna að ræða, en nánari upplýsingar verða birtar á Vísir og NFS um leið og þær berst. 12.5.2006 13:32 Sláandi lágt hlutfall þeirra sem stunda frumkvöðlastarfsemi á Íslandi Sláandi lágt hlutfall þeirra sem stunda frumkvöðlastarfsemi á Íslandi hefur lokið háskólanámi í samanburði við önnur hátekjulönd að því er lesa má úr niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar á frumkvöðlastarfsemi sem kynntar voru í morgun. Þá eru karlar tvöfalt líklegri en konur til að stunda slíka starfsemi. 12.5.2006 13:17 Flúið undan eldgosi í Indónesíu Beita hefur þurft fortölum til þess að fá fólk til að flýja undan eldgosi í Merapi-fjalli á Indónesíu. Óttast er að eldský grandi þeim sem ekki koma sér undan, eins og gerðist í síðasta eldgosi árið 1994. Þúsundir hafast nú þegar við í flóttamannaskýlum en margir hafa þráast við að yfirgefa heimili sín, ef ekki er kostur að taka búféð með, en það er oft eina viðurværi fjölskyldna í héraðinu. 12.5.2006 13:00 Ahmadinejad segist hvergi banginn við árásir Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans segir Írana ekki vera hrædda við árásir Bandaríkjamanna og telur ólíklegt að Vesturveldin láti til skarar skríða og ráðist á Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins. 12.5.2006 12:45 Góður gangur í viðræðum SFR og svæðisskrifstofa Góður gangur er í viðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra. Jafnvel er búist við að samningar náist um helgina og þannig verði hægt að afstýra setuverkföllum á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða. 12.5.2006 12:30 Órökstuddar dylgjur landlæknis Á forsíðu Fréttablaðsins í dag segir landlæknir tengsl milli helstu lyfjainnflytjenda á landinu og tveggja keðja í smásölu lyfja vera ástæðu fyrir háu lyfjaverði hér á landi. Þessi fullyrðing er alfarið röng segir í tilkynningu frá Frumtaki - samtökum framleiðenda frumlyfja. 12.5.2006 12:27 Viðbúnaðarstig lækkað í Svíþjóð Engin fuglaflensa reyndist í hænsnabúi í Orsa í Svíþjóð, þar sem grunur lék á að hún hefði komið upp í alifuglum. Yfirvöld í Svíþjóð hyggjast nú að draga úr viðbúnaði vegna fuglaflensu þannig að alifuglar megi aftur dvelja utandyra. 12.5.2006 12:15 Boeing 757 á Reykjavíkurflugvelli í morgun Heldur óalgeng sjón var á Reykjavíkurflugvelli í morgun en þar var á ferðinni þota af gerðinni Boeing 757. Vélinni var ætlað að flytja gesti Landsvirkjunar austur á land þar sem þeir verða viðstaddir þegar hornsteinn verður lagður að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar 12.5.2006 12:15 Landsflug efni ekki gefin loforð Lúðvík Bergvinsson forseti bæjarstjórnar í Vestamannaeyjum sagði á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi að Landsflug ætlaði ekki að efna gefin loforð um að taka í notkun 32. sæta Dornier til Eyja þann 15. maí næstkomandi. 12.5.2006 12:12 ÖBÍ segir úrskurð stórsigur þrátt fyrir frávísun aðalkröfu Öryrkjabandalagið segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna samkomulags við öryrkja fyrir þremur árum sé stórsigur fyrir bandalagið. Dómurinn vísar frá aðalkröfu öryrkja en samþykkir varakröfuna, um að dómurinn muni úrskurða um greiðsluskyldu stjórnvalda vegna samkomulagsins. 12.5.2006 12:07 Samfylkingin í Kópavogi svarar Gusturum Samfylkingin í Kópavog hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna athugasemdar Hestamannafélagsins Gusts sem birtist í fjölmiðlum í morgun. Vegna samþykktar sem gerð var á félagsfundi Hestamannafélagsins Gusts 11. maí síðastliðinn er nauðsynlegt að ítreka eftirfarandi. 12.5.2006 11:48 Gott uppgjör hjá Actavis Actavis skilaði góðu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi sem var talsvert yfir væntingum en hagnaður eftir skatta til hluthafa Actavis nam 31,3 m.evrum en spá KB Banka var upp á 25 m. evrur og spár annarra fjármálafyrirtækja hljóðuðu upp á 19-20 m. evrur. 12.5.2006 11:20 Villta Västerås Tveir menn réðust með sjálfvirk skotvopn inn í héraðsdóm í Västerås í Svíþjóð í morgun og frelsuðu þar mann sem var fyrir rétti. Mennirnir hleyptu ekki af, heldur höfðu sig á brott um leið með sakborninginn. Maðurinn var ákærður fyrir að vera höfuðpaur stórs fíkniefnahrings, en sjö aðrir eru ákærðir vegna málsins. 12.5.2006 10:49 Clinton í Kaupmannahöfn Fjöldi fólks beið í gær í marga klukkutíma fyrir framan Hotel d´angleterre við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn í von um að berja augum Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12.5.2006 10:15 Allir með fleiri en eitt hlutverk Pönk, dans, list og leikur mætast með nýstárlegum hætti í sýningunni Við erum Öll Marlene Dietrich FOR. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur erlendis en í tilefni listahátíðar verða sýndar þrjár sýningar hér á landi. 12.5.2006 10:00 Hvetur til árása á Danmörku, Noreg og Frakkland Einn af forystumönnum al-Qaida samtakanna hvetur til árása á Danmörku, Noreg og Frakkland í nýju myndbandi sem birt var á Netinu í gær. Líbýumaðurinn Mohammed Hassan, sem slapp úr einu af fangelsum Bandaríkjanna í Afganistan í fyrra, hvetur til hefnda fyrir Múhameðsteikningarnar sem birtar voru á síðasta ári. 12.5.2006 10:00 Gustarar samþykkja flutningana Á fjölmennum félagsfundi hestamannafélagsins Gusts í gærkveldi samþykktu félagsmenn samninga þá er gerðir hafa verið við Kópavogsbæ um flutning hesthúsahverfis félagsins frá Glaðheimum á Kjóavelli. 12.5.2006 09:50 Talsverður erill hjá lögreglu vegna ölvunar Talsverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar fólks vítt og breytt um borgina. Hins vegar var rólegt á ölstofunum í miðborginni. Lögregla varð að taka nokkra ólátaseggi úr umferð og gista þeir nú fangageymslur. 12.5.2006 09:45 Listahátíð sett í dag Listahátíð Reykjavíkur verður sett í dag við stóra athöfn í Borgarleikhúsinu. Á setningarhátíðinni kemur fram margt stærstu listamanna sem þátt taka í listahátíð þessu sinni. Hátíðin stendur til annars júní. 12.5.2006 09:30 Prestur dæmdur fyrir að myrða nunnu Bandarískur prestur var í gær dæmdur í 15 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt nunnu árið 1980. Gerald Robinson hafði lengi unnið með Margaret Ann Pahl en hún var stungin til bana alls 31 sinni. 12.5.2006 09:15 Grunur um fuglaflensu í hænum í Svíþjóð Grunur leikur á að hænur í Svíþjóð séu smitaðar af fuglaflensu. Búið er að einangra bú nærri Orsa í Svíþjóð og hafa fuglar sem sýnt hafa flensueinkenni verið aflífaðir. Sýni hafa verið send til greiningar hjá embætti yfirdýralæknis. Þetta er í fyrsta sinn sem grunur leikur á að alifuglar hafi sýkst af fuglaflensu í Svíþjóð. 12.5.2006 09:00 Bandaríkjamenn hafna beinum samskiptum við Írana Bandaríkjastjórn hafnar öllum beinum samskiptum við yfirvöld í Íran og segir Írana hafa ýmsa möguleika til að komast í samband við yfirvöld vilji þau nýta sér þá. 12.5.2006 08:45 Upprættu mikla kókaínframleiðslu Fíkniefnalögreglan í Kólumbíu réðst í gær til atlögu á kókaínframleiðslufyrirtæki þar sem hvorki meira né minna en þrjú tonn af kókaíni eru framleidd í hverjum mánuði. 12.5.2006 08:30 Segir norræn fyrirtæki þjónusta sjóræningjatogara Færeyskur skipstjóri á frystitogara, sem er að karfaveiðum á Reykjaneshrygg, segir í viðtali við færeyska blaðið Sosialurinn, að íslensk, norsk og færeysk fyrirtæki þjónusti svonefnda sjóræningjatogara á svæðinu, sem stundi þar veiðar án veiðiheimilda og rýri þannig afkomu þeirra sem fari að fjölþjóðlegum samþykktum um veiðarnar. 12.5.2006 08:15 Sjá næstu 50 fréttir
Flugslysaæfing á Höfn í Hornafirði í dag Flugslysaæfing verður haldin á Höfn í Hornafirði í dag. Þar verður sett á svið flugslys þar sem stór farþegaflugvél brotlendir við flugvöllinn á Höfn. Um 30 sjálfboðaliðar taka þátt í æfingunni sem lemstraðir sjúklingar en ríflega þrjátíu manns koma að björgunarstörfum og samhæfingu á staðnum. 13.5.2006 11:30
Réðust inn á heimili fyrrverandi yfirmanns CIA Bandaríska alríkislögreglan réðst í gær til inngöngu á heimili manns sem nýlega lét af störfum sem þriðji æðsti yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Fimm alríkisstofnanir tóku þátt í húsleitinni, sem var gerð samkvæmt leynilegum dómsúrskurði. Talsmenn þeirra vildu ekki segja hverju væri verið að leita að, en maðurinn - Kyle Foggo - er grunaður um spillingu í tengslum við verktakasamninga. 13.5.2006 11:15
Á 191 kílómetra hraða á Reykjanesbraut Lögreglan í Keflavík veitt bíl eftirför í nótt sem mældist á 191 kílómetra hraða á klukkustund á leið vestur Reykjanesbraut. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan með því að slökkva öll ljós á bílnum. 13.5.2006 11:00
Leituðu aðstoðar vegna hundsbits Fjögur ungmenni þurftu að leita á slysadeild á Akureyri eftir að hundur hafði bitið þau í nótt. Ungmennin voru að fagna próflokum í Kjarnaskógi þegar einn af góðkunningjum lögreglunnar fyrir norðan kom á staðinn með hund sinn. Hundurinn var svo skilinn eftir í vörslu annars fólks sem á endanum leiddi til þess að hann beit fjóra. 13.5.2006 10:45
Fellibylur veldur usla á Filippseyjum Fellibylurinn Tsjantsjú olli mikilli eyðileggingu um miðbik Filippseyja í nótt og leiddi til dauða að minnsta kosti 23 manna. 13.5.2006 10:30
Eldur í gámi og brettum við Grandagarð í nótt Töluverðan reyk lagði yfir Reykjavíkurhöfn þegar eldur kom upp í gámi við Grandagarð 16-18 um klukkan eitt í nótt. Slökkvilið kom á vettvang og þá hafði eldurinn læst sig í nærliggjandi trébretti og var farinn að teygja sig í upp í glugga í nærliggjandi húsi og að tunnum með þynni. Kæla þurfti tunnurnar og lauk slökkvistarfi um tvöleytið. Eldsupptök eru ókunn en rannsókn stendur yfir. 13.5.2006 10:15
Varað við hamförum við Merapi Eldfjallið Merapi í Indónesíu spúði eldi og ösku í morgun á meðan þúsundir íbúa aðliggjandi svæða flúðu heimili sín. Í morgun gáfu stjórnvöld út viðvörun um yfirvofandi hamfarir og skipuðu þúsundum manna sem búa á svæðinu að hafa sig á brott. 13.5.2006 10:01
Húsleit á heimili fyrrum yfirmanns CIA Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði í dag húsleit á heimili Kyle "Dusty" Foggo fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA 12.5.2006 22:34
Á þriðja þúsund manns í framboði Einn af hverjum áttatíu landsmönnum á kosningaaldri getur kosið sjálfan sig í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram undir lok mánaðarins. Svo margir eru frambjóðendurnir. Heildarfjöldi þeira jafngildir því að nær allir Grindvíkingar væru í framboði. 12.5.2006 21:11
Miðbær í myndum Ljósmyndssýningin Miðbær í myndum verður opnuð á Listahátíð á morgun. Á sýningunni eru 70 myndir sem sýna miðborg Reykjavíkur eins og hún leit út fyrir um hundrað árum síðan. 12.5.2006 21:04
Þjónusta við börn og aldraða í hávegi höfð Þjónustu við aldraða hefur hrakað mikið á síðustu sextán árunum segir oddviti Vinstri-grænna í Kópavogi. Flokkurinn kynnti stefnuskrá sína í dag og er þjónusta við aldraða og börn í hávegi höfð í stefnuskránni. 12.5.2006 20:06
Sjóræningjaveiðar á Reykjaneshrygg Átta skip eru að ólöglegum veiðum á Reykjaneshrygg, rétt utan lögsögunnar, í hópi tæplega sjötíu skipa sem þar stunda löglegar veiðar. Samtökin Greenpeace hafa skorið upp herör gegn ólöglegum sjóræningjaveiðum, sem stundaðar eru víða um heim. 12.5.2006 19:20
Yfir eitt prósent atkvæðabærra manna í framboði Einn af hverjum áttatíu einstaklingum á kosningaaldri er í framboði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sjálfkjörið er í sveitarstjórn í Breiðdalshreppi og Tjörneshreppi en listakosning fer fram í 58 sveitarfélögum. Þar eru tæplega 2.600 manns í framboði á 170 listum. 12.5.2006 17:32
Mótmæltu byggingu Kárahnjúkavirkjunar Tvö til þrjú hundruð manns komu saman á Austurvelli á sama tíma og hornsteinn var lagður að Kárahnjúkavirkjun til að mótmæla byggingu hennar. 12.5.2006 17:04
Leggur áherslu á nýtingu jarðhita Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra lagði áherslu á aðkomu alþjóðlegra fjármálastofnana að nýtingu jarðhita á fundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í New York í gær. Í ræðu sinni sagði ráðherra að fólk væri almennt ekki nógu meðvitað um möguleika jarðhita sem orkugjafa. 12.5.2006 16:40
Yfir hundrað og fimmtíu látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Nígeríu Yfir hundrað og fimmtíu eru sagðir látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Suðvestur-Nígeríu í morgun og þar af margir svo illa brenndir að líkin eru óþekkjanleg. Leki hafði komið að olíuleiðslunni og þorpsbúar þustu þar að, til að safna dýrmætum olíudropum í alla tiltæka dalla. 12.5.2006 15:29
KB banki bakhjarl Listahátíðar KB banki undirritaði í dag samstarfssamning við Listahátíð í Reykjavík til næstu þriggja ára. Í samningnum felst að bankinn verður fjárhagslegur bakhjarl hátíðarinnar. Samningurinn er í raun framlenging á samstarfi Listahátíðar og KB banka, þar sem bankinn hefur verið bakhjarl hátíðarinnar um nokkurra ára skeið. 12.5.2006 15:08
Slökkvistarfi lokið við Hvaleyrarvatn Ræktarland Lækjarskóla við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er illa farið eftir sinubruna sem kom upp á ræktunarsvæði Skógræktar Hafnarfjarðar fyrr í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um brunann klukkan eitt í dag og barðist við eldinn í um klukkustund en hann hafði læst sig í tré á svæðinu. 12.5.2006 15:01
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur slökkt sinueld við Hvaleyrarvatn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins náði rétt í þessu að slökkva mikinn sinueld við Hvaleyrarvatn. Allt titækt lið var kallað út enda logaði mikið. Trjágróður var í hættu en eldurinn ógnaði ekki byggingum. Ekki er vitað um tildrög þess að eldurinn kviknaði. 12.5.2006 13:58
Mikill sinubruni við Hvaleyrarvatn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst þessa stundina við mikinn sinueld við Hvaleyrarvatn. Allt titækt lið er á staðnum og logar mikið. Samkvæmt heimildum NFS er trjágróður í hættu. Ekki er vitað um tildrög þess að eldurinn kviknaði. Við segjum nánar frá þessu eftir því sem upplýsingar berast. 12.5.2006 13:47
Í mótmælahug eftir lestur Draumalandsins Tveir ungir starfsmenn Landspítalans urðu svo heillaðir við lestur bókarinnar Draumalandsins eftir Andra Snæ Magnason að þeir ákváðu að standa fyrir mótmælum á Austurvelli. Þeir hafa sent skilaboð á fjölda fólks og vilja að fólk sýni innihaldi bókarinnar viðbrögð í verki. 12.5.2006 13:45
Stór sinueldur við Hvaleyrarvatn Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins var kallað út um eitt leitið vegna sinubruna við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu er hér um stór bruna að ræða, en nánari upplýsingar verða birtar á Vísir og NFS um leið og þær berst. 12.5.2006 13:32
Sláandi lágt hlutfall þeirra sem stunda frumkvöðlastarfsemi á Íslandi Sláandi lágt hlutfall þeirra sem stunda frumkvöðlastarfsemi á Íslandi hefur lokið háskólanámi í samanburði við önnur hátekjulönd að því er lesa má úr niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar á frumkvöðlastarfsemi sem kynntar voru í morgun. Þá eru karlar tvöfalt líklegri en konur til að stunda slíka starfsemi. 12.5.2006 13:17
Flúið undan eldgosi í Indónesíu Beita hefur þurft fortölum til þess að fá fólk til að flýja undan eldgosi í Merapi-fjalli á Indónesíu. Óttast er að eldský grandi þeim sem ekki koma sér undan, eins og gerðist í síðasta eldgosi árið 1994. Þúsundir hafast nú þegar við í flóttamannaskýlum en margir hafa þráast við að yfirgefa heimili sín, ef ekki er kostur að taka búféð með, en það er oft eina viðurværi fjölskyldna í héraðinu. 12.5.2006 13:00
Ahmadinejad segist hvergi banginn við árásir Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans segir Írana ekki vera hrædda við árásir Bandaríkjamanna og telur ólíklegt að Vesturveldin láti til skarar skríða og ráðist á Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins. 12.5.2006 12:45
Góður gangur í viðræðum SFR og svæðisskrifstofa Góður gangur er í viðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra. Jafnvel er búist við að samningar náist um helgina og þannig verði hægt að afstýra setuverkföllum á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða. 12.5.2006 12:30
Órökstuddar dylgjur landlæknis Á forsíðu Fréttablaðsins í dag segir landlæknir tengsl milli helstu lyfjainnflytjenda á landinu og tveggja keðja í smásölu lyfja vera ástæðu fyrir háu lyfjaverði hér á landi. Þessi fullyrðing er alfarið röng segir í tilkynningu frá Frumtaki - samtökum framleiðenda frumlyfja. 12.5.2006 12:27
Viðbúnaðarstig lækkað í Svíþjóð Engin fuglaflensa reyndist í hænsnabúi í Orsa í Svíþjóð, þar sem grunur lék á að hún hefði komið upp í alifuglum. Yfirvöld í Svíþjóð hyggjast nú að draga úr viðbúnaði vegna fuglaflensu þannig að alifuglar megi aftur dvelja utandyra. 12.5.2006 12:15
Boeing 757 á Reykjavíkurflugvelli í morgun Heldur óalgeng sjón var á Reykjavíkurflugvelli í morgun en þar var á ferðinni þota af gerðinni Boeing 757. Vélinni var ætlað að flytja gesti Landsvirkjunar austur á land þar sem þeir verða viðstaddir þegar hornsteinn verður lagður að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar 12.5.2006 12:15
Landsflug efni ekki gefin loforð Lúðvík Bergvinsson forseti bæjarstjórnar í Vestamannaeyjum sagði á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi að Landsflug ætlaði ekki að efna gefin loforð um að taka í notkun 32. sæta Dornier til Eyja þann 15. maí næstkomandi. 12.5.2006 12:12
ÖBÍ segir úrskurð stórsigur þrátt fyrir frávísun aðalkröfu Öryrkjabandalagið segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna samkomulags við öryrkja fyrir þremur árum sé stórsigur fyrir bandalagið. Dómurinn vísar frá aðalkröfu öryrkja en samþykkir varakröfuna, um að dómurinn muni úrskurða um greiðsluskyldu stjórnvalda vegna samkomulagsins. 12.5.2006 12:07
Samfylkingin í Kópavogi svarar Gusturum Samfylkingin í Kópavog hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna athugasemdar Hestamannafélagsins Gusts sem birtist í fjölmiðlum í morgun. Vegna samþykktar sem gerð var á félagsfundi Hestamannafélagsins Gusts 11. maí síðastliðinn er nauðsynlegt að ítreka eftirfarandi. 12.5.2006 11:48
Gott uppgjör hjá Actavis Actavis skilaði góðu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi sem var talsvert yfir væntingum en hagnaður eftir skatta til hluthafa Actavis nam 31,3 m.evrum en spá KB Banka var upp á 25 m. evrur og spár annarra fjármálafyrirtækja hljóðuðu upp á 19-20 m. evrur. 12.5.2006 11:20
Villta Västerås Tveir menn réðust með sjálfvirk skotvopn inn í héraðsdóm í Västerås í Svíþjóð í morgun og frelsuðu þar mann sem var fyrir rétti. Mennirnir hleyptu ekki af, heldur höfðu sig á brott um leið með sakborninginn. Maðurinn var ákærður fyrir að vera höfuðpaur stórs fíkniefnahrings, en sjö aðrir eru ákærðir vegna málsins. 12.5.2006 10:49
Clinton í Kaupmannahöfn Fjöldi fólks beið í gær í marga klukkutíma fyrir framan Hotel d´angleterre við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn í von um að berja augum Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 12.5.2006 10:15
Allir með fleiri en eitt hlutverk Pönk, dans, list og leikur mætast með nýstárlegum hætti í sýningunni Við erum Öll Marlene Dietrich FOR. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur erlendis en í tilefni listahátíðar verða sýndar þrjár sýningar hér á landi. 12.5.2006 10:00
Hvetur til árása á Danmörku, Noreg og Frakkland Einn af forystumönnum al-Qaida samtakanna hvetur til árása á Danmörku, Noreg og Frakkland í nýju myndbandi sem birt var á Netinu í gær. Líbýumaðurinn Mohammed Hassan, sem slapp úr einu af fangelsum Bandaríkjanna í Afganistan í fyrra, hvetur til hefnda fyrir Múhameðsteikningarnar sem birtar voru á síðasta ári. 12.5.2006 10:00
Gustarar samþykkja flutningana Á fjölmennum félagsfundi hestamannafélagsins Gusts í gærkveldi samþykktu félagsmenn samninga þá er gerðir hafa verið við Kópavogsbæ um flutning hesthúsahverfis félagsins frá Glaðheimum á Kjóavelli. 12.5.2006 09:50
Talsverður erill hjá lögreglu vegna ölvunar Talsverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar fólks vítt og breytt um borgina. Hins vegar var rólegt á ölstofunum í miðborginni. Lögregla varð að taka nokkra ólátaseggi úr umferð og gista þeir nú fangageymslur. 12.5.2006 09:45
Listahátíð sett í dag Listahátíð Reykjavíkur verður sett í dag við stóra athöfn í Borgarleikhúsinu. Á setningarhátíðinni kemur fram margt stærstu listamanna sem þátt taka í listahátíð þessu sinni. Hátíðin stendur til annars júní. 12.5.2006 09:30
Prestur dæmdur fyrir að myrða nunnu Bandarískur prestur var í gær dæmdur í 15 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt nunnu árið 1980. Gerald Robinson hafði lengi unnið með Margaret Ann Pahl en hún var stungin til bana alls 31 sinni. 12.5.2006 09:15
Grunur um fuglaflensu í hænum í Svíþjóð Grunur leikur á að hænur í Svíþjóð séu smitaðar af fuglaflensu. Búið er að einangra bú nærri Orsa í Svíþjóð og hafa fuglar sem sýnt hafa flensueinkenni verið aflífaðir. Sýni hafa verið send til greiningar hjá embætti yfirdýralæknis. Þetta er í fyrsta sinn sem grunur leikur á að alifuglar hafi sýkst af fuglaflensu í Svíþjóð. 12.5.2006 09:00
Bandaríkjamenn hafna beinum samskiptum við Írana Bandaríkjastjórn hafnar öllum beinum samskiptum við yfirvöld í Íran og segir Írana hafa ýmsa möguleika til að komast í samband við yfirvöld vilji þau nýta sér þá. 12.5.2006 08:45
Upprættu mikla kókaínframleiðslu Fíkniefnalögreglan í Kólumbíu réðst í gær til atlögu á kókaínframleiðslufyrirtæki þar sem hvorki meira né minna en þrjú tonn af kókaíni eru framleidd í hverjum mánuði. 12.5.2006 08:30
Segir norræn fyrirtæki þjónusta sjóræningjatogara Færeyskur skipstjóri á frystitogara, sem er að karfaveiðum á Reykjaneshrygg, segir í viðtali við færeyska blaðið Sosialurinn, að íslensk, norsk og færeysk fyrirtæki þjónusti svonefnda sjóræningjatogara á svæðinu, sem stundi þar veiðar án veiðiheimilda og rýri þannig afkomu þeirra sem fari að fjölþjóðlegum samþykktum um veiðarnar. 12.5.2006 08:15