Innlent

Segir norræn fyrirtæki þjónusta sjóræningjatogara

Færeyskur skipstjóri á frystitogara, sem er að karfaveiðum á Reykjaneshrygg, segir í viðtali við færeyska blaðið Sosialurinn, að íslensk, norsk og færeysk fyrirtæki þjónusti svonefnda sjóræningjatogara á svæðinu, sem stundi þar veiðar án veiðiheimilda og rýri þannig afkomu þeirra sem fari að fjölþjóðlegum samþykktum um veiðarnar. Hann segist vita til þess að skip, sem Íslendingar og Norðmenn eigi í, hafi séð sjóræningjaskipunum fyrir olíu og vistum og þannig gert þeim kleift að stunda veiðarnar. Hann gagnrýnir einnig aðgerðarlaeysi stjórnvalda þeirra ríkja sem standa að samþykktum um veiðar á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×