Erlent

Yfir hundrað og fimmtíu látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Nígeríu

Yfir hundrað og fimmtíu eru sagðir látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Suðvestur-Nígeríu í morgun og þar af margir svo illa brenndir að líkin eru óþekkjanleg. Leki hafði komið að olíuleiðslunni og þorpsbúar þustu þar að, til að safna dýrmætum olíudropum í alla tiltæka dalla. Sprengingin varð um 40 kílómetra frá Lagos, stærstuborg Nígeríu.

Nígería er stærsti olíuútflytjandi Afríku og sjötti stærsti olíuútflytjandi í heimi. Þrátt fyrir mikinn olíuauð í landinu, lifir meirihluti Nígeríubúa undir fátækramörkum og því ekki einsdæmi að fólk bori göt á olíuleiðslur til að ná sér í eldsneyti til að elda yfir eða til að selja á svörtum markaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×