Erlent

Clinton í Kaupmannahöfn

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heimsótti meðal annars Tívolíið í Kaupmannahöfn í gær.
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heimsótti meðal annars Tívolíið í Kaupmannahöfn í gær. MYND/AP

Fjöldi fólks beið í gær í marga klukkutíma fyrir framan Hotel d´angleterre við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn í von um að berja augum Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Jótlandspósturinn greinir frá því að orðrómur hefði verið um að forsetinn fyrrverandi dveldi á hótelinu. Blaðið ræðir við íslensk hjón sem það segir viss um, að Clinton sé gestafyrirlesari á fundi Baugs í Tívolínu. Það fylgir svo sögunni að eftir langa bið hafi Clinton komið út af hótelinu og heilsað fólkinu og áritað ævisögu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×