Fleiri fréttir Excel Airways leigir átta nýjar vélar Excel Airways, dótturfélag Avion Group, gekk í dag frá samningi um leigu á átta nýjum flugvélum. Vélarnar verða notaðar á flugleiðum félagins frá Gatwick-flugvelli í London og Manchester til áfangastaða á Kanaríeyjum, Suður-Evrópu og við Miðjarðarhafið. 23.2.2006 11:15 Bush þrýstir á leiðtoga Indlands og Pakistans George Bush Bandaríkjaforseti ætlar að þrýsta á að leiðtogar Indlands og Pakistan finni lausn á langavarandi deilu sinni um Kasmír-hérað þegar hann heimsækir löndin í fyrsta sinn í næstu viku. 23.2.2006 10:42 Impregilo skilar greinargerð vegna uppsagnarinnar Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður starfsmanna hjá Impregilo, hefur tekið við greinargerð frá fyrirtækinu þar sem uppsögn trúnaðarmanns í síðustu viku er rökstudd af þeirra hálfu. Oddur hefur þegar sent greinargerðina áfram til lögmanna verkalýðsfélagsins Afls til skoðunar og verður tekin ákvörðun á næstu dögum hvort uppsögnin verði kærð. 23.2.2006 10:11 Enn ein töfin á Baugsmálinu Töf varð á áframhaldandi aðalmeðferð í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar settur saksóknari lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin tengjast bílainnflutningi sem deilt er um í málinu. 23.2.2006 10:08 Sharon í einn eina aðgerðina Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fór í gærkvöld í enn eina aðgerðina en læknar þurftu að fjarlægja vökva úr kviðarholi hans. Sharon hefur legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í Jerúsalem síðan í byrjun árs þegar hann fékk heilablóðfall. 23.2.2006 09:45 Vatn flæðir yfir vegi Miklir vatnavextir eru víða um land vegna óvenju mikilla hlýinda. Dæmi eru um að vatn hafi flætt yfir vegi, en þó hvergi þjóðvegi. Ekki er vitað um teljandi tjón vegna vatnselgs en það gæti komið í ljós þegar vatn fer að sjatna. 23.2.2006 09:27 Fæðing tvíeggja tvíbura líklegri hjá eldri konum Fæðing tvíeggja tvíbura er líklegri hjá eldri konum en þeim yngri. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem vísindamenn við háskóla í Amsterdam í Hollandi gerðu á rúmlega 500 konum. 23.2.2006 09:00 Apóteksræninginn enn ófundinn Ungi maðurinn sem rændi apótekið við Smiðjuveg í Kópavogi um hádegisbil í gær er enn ófundinn. Lögreglan í Kópavogi hélt uppi víðtækri eftirgrennslan í gær en án árangurs. 23.2.2006 08:52 Engey notuð sem frystihús, löndunar- og útflutningshöfn Loðnuveiðarnar eru komnar aftur í gang eftir brælu í gær og leggja sjómenn nú ofurkapp á að ná sem mestum verðmætum út úr þeim litla kvóta sem eftir er. Þar sem frystigetan í landi er ekki næg hefur risatogaranum Engey verið lagt við bryggju í Sundahöfn. 23.2.2006 08:15 Óeirðir fyrir tónleika Rolling Stones Óeirðir brutust út fyrir tónleika Rolling Stones í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í gær. Æstir aðdáendur hljómsveitarinnar gátu ekki beðið eftir að komast inn og ruddust inn á íþróttaleikvanginn þar sem tónleikarnir fóru fram. 23.2.2006 07:45 Ahmadinejad verði saksóttur fyrir ummælin um Helförina Ísraelskur lögfræðingur hefur beðið þýsk stjórnvöld um að sækja Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, til saka fyrir að segja að Helförin sé sögusögn. Forsetinn lét þessi ummæli falla í desember síðastliðnum en hann hefur einnig sagt að réttast væri að eyða Ísrael af yfirborði jarðar. 23.2.2006 07:39 Jarðskjálfti upp á 7,5 á Richter í Mósambík Jarðskjálfti upp á 7,5 stig varð í sunnanverðri Afríku seint í gærkvöld. Upptökin voru í Mósambík en jarðskjálftinn fannst einnig í Harare, höfuðborg Simbabwe, þar sem mikil skelfing greip um sig. Engar fregnir hafa enn borist af manntjóni. 23.2.2006 07:36 Minnst 13 létust þegar þak hrundi í Rússlandi Að minnsta kosti þrettán létu lífið og tæplega tuttugu slösuðust þegar þak yfir markaði hrundi í austurhluta Moskvu í Rússlandi í morgun. Rússneska fréttastofan Interfax hefur eftir yfirvöldum á vettvangi að svo virðist sem þakið hafa gefið sig undan miklum blautum snjó og hrunið í heilu lagi ofan á fjölmarga sölubása. 23.2.2006 07:30 Sádi-Arabía gengur ekki til liðs við Bandaríkjamenn Leiðtogar Sádi-Arabíu ætla ekki að ganga til liðs við Bandaríkjamenn um að neita Palestínumönnum um utanaðkomandi fjárhagsaðstoð nú þegar Hamas-samtökin hafa tekið við völdum í heimastjórn Palestínu. Sádi-Arabía er því annað landið sem neitar þessari umleitan Bandaríkjamanna. Condoleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur því ekkert orðið ágengt í þessum efnum í ferð sinni um miðausturlönd. 23.2.2006 07:29 Tæplega 50 hafa fallið síðastliðinn sólarhring Tæplega fimmtíu manns hafa fallið í átökum súnní múslima og síja á undanförnum sólarhring. Ellefu súnnímúslimar voru drepnir í fangelsi í borginni Basra í Írak í gærkvöld. 23.2.2006 07:19 Stærsta rán í sögu Bretlands? Allt að fimm milljörðum íslenskra króna var rænt úr geymslu Securitas í Kent í Englandi í gær. Féð er í eigu Seðlabanka Englands. Talið er að ránið sé hið stærsta í Bretlandi til þessa. 23.2.2006 07:15 Tekist á um reykingafrumvarp Tekist var á um hvort banna ætti reykingar á veitingastöðum á opnum fundi sem Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hélt í gærkvöldi. Framsögumenn voru þingmennirnir Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Samfylkingu og Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins. 22.2.2006 23:39 MTV tónlistarhátíðin kostar um það bil 1,5 - 2 milljarða króna Það kostar á bilinu einn og hálfan til tvo milljarða að halda tónlistarhátíð evrópudeildar sjónvarpsstöðvarinnar MTV hér á landi. Helga Margrét Reykdal, framkvæmdarstjóri True North, segir það ekki vera spurningu um hvort hátíðin verði haldin hér á landi heldur hvenær. 22.2.2006 23:00 Rændu um 3 milljörðum króna Þjófar komust á brott með að minnsta kosti 25 milljón pund eða sem nemur 3 milljörðum íslenskra króna í vopnuðu ráni í peningageymslu í Englandi dag. 22.2.2006 22:54 Samflokksmenn skora á Þorgerði að tryggja starfsemi HA Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, skorar á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að leita leiða til að tryggja starfsemi Háskólans á Akureyri til framtíðar og að hann fái að vaxa með sama krafti og áður. 22.2.2006 22:45 SAM-félagið kaupir kvikmyndahús í Danmörku Úrás íslenskra kaupsýslumanna nær nú til kvikmyndahúsageirans því SAM-félagið, sem rekur meðal annars Sam-bíóin hér á landi, hefur keypt Cinemaxx-kvikmyndahúsakeðjuna í Danmörku. Með kaupunum má búast við að miðasala SAM-félagsins nærri fjórfaldist. 22.2.2006 22:28 Clinton, Blair og Annan á karlaráðstefnu? Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur boðið þremur af leiðtogum heimsins til alþjóðlegrar karlaráðstefnu um jafnréttismál sem haldin verður hér á landi í haust. Svör frá leiðtogunum hafa ekki borist en ráðherrann mun kynna ráðstefnuna á fundi Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. 22.2.2006 22:22 Endur í Frakklandi og Hollandi fá sprautu Sérfræðingar Evrópusambandsins hafa samþykkt umsóknir Frakka og Hollendinga um að fá að bólusetja alifugla gegn flensunni sem herjar á bræður þeirra um víðan völl. Samþykkið er þó háð nokkrum skilyrðum. 22.2.2006 22:21 Vilja stóriðju á Suðurland Samtök sunnlenskra sveitarfélaga vilja stóriðju á Suðurland. Í skýrslu samtakanna sem kynnt var í dag er svæðið sagt góður kostur fyrir fyrirtæki í stóriðju. Það eina sem vanti til að reisa megi orkufrekan iðnað á Suðurlandi er stórskipahöfn. 22.2.2006 21:49 Vopnað rán í apóteki Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í Apótekarann við Smiðjuveg í Kópavogi um hádegisbilið í dag og heimtaði lyf. Starfsfólk apóteksins þorði ekki annað en að verða við óskum mannsins og lét hann hafa eitthvað af lyfjum. Maðurinn komst á brott á hlaupum. 22.2.2006 21:40 Fangar mataðir með valdi Fangaverðir í Guantanamo hafa viðurkennt að þeir bindi fanga sem verið hafa í mótmælasvelti og neyði ofan í þá mat. Yfirfangavörður í fangelsinu greindi frá þessu í New York Times. 22.2.2006 21:14 Íslenski draumurinn Íslendingar taka mun meira mark á draumum en nágrannaþjóðirnar. Þeir tala meira um drauma, ráða í þá og trúa á að draumar geti sagt fyrir um framtíðina í mun meira mæli en aðrar Vestur-Evrópuþjóðir. Þetta er niðurstaða doktorsrannsóknar Adriënne Heijnen sem byggð er á vettvangsrannsóknum í Hrunamannahreppi á árunum 1994-2000. 22.2.2006 20:51 Gengislækkun krónunnar hafði áhrif víða um heim Gengislækkun krónunnar í gær hafði víðtæk áhrif á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði samkvæmt frétt á heimasíðu Financial Times. Þar er sagt að lækkun krónunnar hafi valdið titringi á mörkuðum með jaðargjaldmiðla sem spákaupmenn hafa sótt í að kaupa í von um háa ávöxtun á sama hátt og erlendir aðilar hafa fjárfest í krónunni í stórum stíl. 22.2.2006 20:30 Ríkisendurskoðandi kominn með gögnin frá Vilhjálmi Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitið hafa fengið gögn frá Vilhjálmi Bjarnasyni aðjúnkt í viðskiptafræðum vegna aðkomu þýska bankans Hauck und Afhauser, að kaupum á Búnaðarbanka Íslands á sínum tíma. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði of snemmt að segja til um hvort stofnunin hæfi sjálfstæða athugun á málinu. 22.2.2006 20:00 Vitnaleiðslum í Baugsmálinu lokið Vitnaleiðslum í Baugsmálinu lauk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðja tímanum í dag. Málflutningur hefst í fyrramálið og stendur fram eftir degi en að honum loknum verður málið tekið í dóm. Fram kom við vitnaleiðslur að hluti vegna leiðréttinga á innflutningsgjöldum á einni bifreið af fjórum sem deilt er um hefði runnið til góðgerðarmála. 22.2.2006 19:45 Sjálfstæðisflokkur gæti náð meirihluta með 43% Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð meirihluta í Reykjavík með 43 prósent atkvæða, en flokkurinn hefur fimm sinnum náð meirihluta í Borgarstjórn með minnihluta atkvæða. Miklu skiptir hvernig atkvæði skiptast á önnur framboð. Fleiri vilja sjá Dag B. Eggertsson í stóli Borgarstjóra, samkvæmt nýrri könnun en mjótt er þó á munum á milli þeirra. 22.2.2006 19:03 Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar harkalega gagnrýnd Stjórnarandstaðan gagnrýndi efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega þegar rætt var um viðvaranir matsfyrirtækisins Fitch, gengislækkun krónunnar og ólgu á mörkuðum á Alþingi í dag. Þá fagnaði hún yfirlýsingum forsætisráðherra í kvöldfréttum NFS í gær um að ekki væri svigrúm fyrir alla þá stóriðju sem hugmyndir væru uppi um. 22.2.2006 19:02 Telur Mladic enn ganga lausan Carla Del Ponte, aðalsaksóknari við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag segist viss um að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, gangi enn laus einhvers staðar í Serbíu. 22.2.2006 18:50 Njósnari handtekinn í Svíþjóð Snurða hefur hlaupið á þráðinn í samskiptum Rússa og Svía eftir að rússneskur vísindamaður var handtekinn í Uppsölum, grunaður um njósnir. Rússar hafa sjálfir handtekið tvo njósnara sem grunaðir eru um að starfa fyrir Breta. 22.2.2006 18:46 Hallór og Blair funduðu Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra Íslands, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, funduð í dag á heimili Blair á Downingstræti í London. Forsætisráðherrarnir ræddu meðal annars mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu og hvernig hægt væri að koma málum svo fyrir að Ísland gæti búið við fiskveiðistefnu bandalagsins. 22.2.2006 18:42 Olíu hellt á eldinn Ein fegursta og helgasta moska síjamúslíma var sprengd í loft upp í Írak í morgun. Enginn vafi leikur á að ætlun illvirkjanna hafi verið að magna ófriðinn á milli þjóðarbrotanna í landinu enda hafa árásir verið gerðar á helgidóma súnnía í dag. 22.2.2006 18:26 Engin ólga á Íslandi vegna skopteikninga af Múhameð spámanni Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, segir engar upplýsingar hafa borist ráðuneytinu um að til árekstra hafi komið vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni sem birst hafa í evrópskum blöðum síðustu vikurnar. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu um stöðu útlendinga á Íslandi á Alþingi í dag. 22.2.2006 17:31 Höfuð forsætisráðherra notað í áróðursskyni Auglýsing bresku náttúruverndarsamtakanna IFAW sem birtist í dagblaðinu The Times í morgun samræmist ekki siðareglum Sambands íslenskra auglýsenda, sem byggðar eru á siðareglum Alþjóðaverslunarráðsins. Í auglýsingunni hefur andlit Halldórs Ásgrímssonar verið klippt inn í aðra mynd af starfsmanni fiskborðs sem réttir fram hvalkjöt á bakka. 22.2.2006 17:30 Krónan veiktist um rúm 2% í dag Gengi íslensku krónunnar veiktist um rúm 2% í dag og hefur því veikst um 6,4% á síðustu tveimur dögum. Titringinn á gjaldeyrismarkaði má rekja til skýrslu matsfyrirtækisins Fitch sem birt var í gær. 22.2.2006 17:27 Barnahús verðlaunað Barnahús verður verðlaunað af alþjóðlegu barnaverndarsamtökunum ISPCAN, International Society for the Prevention of Child Abuse and Neglect. Forstjóra Barnaverndarstofu hefur verið tilkynnt þetta en verðlaunin verða afhent á heimsráðsstefnu samtakanna í byrjun september á þessu ári. ISPCAN eru einu þverfaglegu heimssamtökin á sviðið barnaverndar en markmið þeirra er að vinna gegn ofbeldi og vanrækslu barna um allan heim. 22.2.2006 17:00 Vitnaleiðslum lokið Vitnaleiðslum í Baugsmálinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur lauk á þriðja tímanum í dag. Málflutningur í málinu hefst í fyrramálið og að honum loknum verður málið dómtekið. 22.2.2006 16:40 Samískur joiksöngur, rímur, rokk og passíusálmarnir á Vetrarhátíð Samískur joiksöngur, rímur, rokk og passíusálmarnir í flutningi meistara Megas er meðal þess sem sjá má og heyra á Vetrarhátíð í Reykjavík í ár. Vetrarhátíðin hefst á morgun en hún var fyrst haldin árið 2002. 22.2.2006 15:55 Ríkisskattstjóri leggur ekki mat á útreikninga á skattbyrði Ríkisskattstjóri hefur ekki lagt mat á útreikninga Landssambands eldri borgara á að skattbyrði hafi aukist hjá þeim sem hafa lægstar tekjur eða ellilífeyri. Í tillkynningu sem Indriði H. Þorláksson, ríkisskattstjóri, sendi frá sér segir að hann hafi hvorki staðfest né hafnað niðurstöðu Landssambands eldri borgara eða annarra í umræðu sem hefur farið fram um skattbyrði. 22.2.2006 15:12 Ekki marktækur munur á fylgi Vilhjálms og Dags Ekki er marktækur munur á fylgi Dags B. Eggertssonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, í embætti borgarstjóra í vor samkvæmt borgarmálakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna 14.-19. febrúar. 22.2.2006 14:55 Á yfir höfði sér dauðadóm Bandarískur hermaður hefur verið ákærður fyrir morð á tvítugri stúlku hér á landi síðastliðið sumar. Stúlkan sem var bandarísk var einnig varnarliðsmaður á Keflavíkurflugvelli og var í flugsveit hersins. Verði maðurinn fundinn sekur á hann yfir höfði sér dauðadóm eða lífstíðarfangelsi. 22.2.2006 14:16 Sjá næstu 50 fréttir
Excel Airways leigir átta nýjar vélar Excel Airways, dótturfélag Avion Group, gekk í dag frá samningi um leigu á átta nýjum flugvélum. Vélarnar verða notaðar á flugleiðum félagins frá Gatwick-flugvelli í London og Manchester til áfangastaða á Kanaríeyjum, Suður-Evrópu og við Miðjarðarhafið. 23.2.2006 11:15
Bush þrýstir á leiðtoga Indlands og Pakistans George Bush Bandaríkjaforseti ætlar að þrýsta á að leiðtogar Indlands og Pakistan finni lausn á langavarandi deilu sinni um Kasmír-hérað þegar hann heimsækir löndin í fyrsta sinn í næstu viku. 23.2.2006 10:42
Impregilo skilar greinargerð vegna uppsagnarinnar Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður starfsmanna hjá Impregilo, hefur tekið við greinargerð frá fyrirtækinu þar sem uppsögn trúnaðarmanns í síðustu viku er rökstudd af þeirra hálfu. Oddur hefur þegar sent greinargerðina áfram til lögmanna verkalýðsfélagsins Afls til skoðunar og verður tekin ákvörðun á næstu dögum hvort uppsögnin verði kærð. 23.2.2006 10:11
Enn ein töfin á Baugsmálinu Töf varð á áframhaldandi aðalmeðferð í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar settur saksóknari lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin tengjast bílainnflutningi sem deilt er um í málinu. 23.2.2006 10:08
Sharon í einn eina aðgerðina Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fór í gærkvöld í enn eina aðgerðina en læknar þurftu að fjarlægja vökva úr kviðarholi hans. Sharon hefur legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í Jerúsalem síðan í byrjun árs þegar hann fékk heilablóðfall. 23.2.2006 09:45
Vatn flæðir yfir vegi Miklir vatnavextir eru víða um land vegna óvenju mikilla hlýinda. Dæmi eru um að vatn hafi flætt yfir vegi, en þó hvergi þjóðvegi. Ekki er vitað um teljandi tjón vegna vatnselgs en það gæti komið í ljós þegar vatn fer að sjatna. 23.2.2006 09:27
Fæðing tvíeggja tvíbura líklegri hjá eldri konum Fæðing tvíeggja tvíbura er líklegri hjá eldri konum en þeim yngri. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem vísindamenn við háskóla í Amsterdam í Hollandi gerðu á rúmlega 500 konum. 23.2.2006 09:00
Apóteksræninginn enn ófundinn Ungi maðurinn sem rændi apótekið við Smiðjuveg í Kópavogi um hádegisbil í gær er enn ófundinn. Lögreglan í Kópavogi hélt uppi víðtækri eftirgrennslan í gær en án árangurs. 23.2.2006 08:52
Engey notuð sem frystihús, löndunar- og útflutningshöfn Loðnuveiðarnar eru komnar aftur í gang eftir brælu í gær og leggja sjómenn nú ofurkapp á að ná sem mestum verðmætum út úr þeim litla kvóta sem eftir er. Þar sem frystigetan í landi er ekki næg hefur risatogaranum Engey verið lagt við bryggju í Sundahöfn. 23.2.2006 08:15
Óeirðir fyrir tónleika Rolling Stones Óeirðir brutust út fyrir tónleika Rolling Stones í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í gær. Æstir aðdáendur hljómsveitarinnar gátu ekki beðið eftir að komast inn og ruddust inn á íþróttaleikvanginn þar sem tónleikarnir fóru fram. 23.2.2006 07:45
Ahmadinejad verði saksóttur fyrir ummælin um Helförina Ísraelskur lögfræðingur hefur beðið þýsk stjórnvöld um að sækja Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, til saka fyrir að segja að Helförin sé sögusögn. Forsetinn lét þessi ummæli falla í desember síðastliðnum en hann hefur einnig sagt að réttast væri að eyða Ísrael af yfirborði jarðar. 23.2.2006 07:39
Jarðskjálfti upp á 7,5 á Richter í Mósambík Jarðskjálfti upp á 7,5 stig varð í sunnanverðri Afríku seint í gærkvöld. Upptökin voru í Mósambík en jarðskjálftinn fannst einnig í Harare, höfuðborg Simbabwe, þar sem mikil skelfing greip um sig. Engar fregnir hafa enn borist af manntjóni. 23.2.2006 07:36
Minnst 13 létust þegar þak hrundi í Rússlandi Að minnsta kosti þrettán létu lífið og tæplega tuttugu slösuðust þegar þak yfir markaði hrundi í austurhluta Moskvu í Rússlandi í morgun. Rússneska fréttastofan Interfax hefur eftir yfirvöldum á vettvangi að svo virðist sem þakið hafa gefið sig undan miklum blautum snjó og hrunið í heilu lagi ofan á fjölmarga sölubása. 23.2.2006 07:30
Sádi-Arabía gengur ekki til liðs við Bandaríkjamenn Leiðtogar Sádi-Arabíu ætla ekki að ganga til liðs við Bandaríkjamenn um að neita Palestínumönnum um utanaðkomandi fjárhagsaðstoð nú þegar Hamas-samtökin hafa tekið við völdum í heimastjórn Palestínu. Sádi-Arabía er því annað landið sem neitar þessari umleitan Bandaríkjamanna. Condoleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur því ekkert orðið ágengt í þessum efnum í ferð sinni um miðausturlönd. 23.2.2006 07:29
Tæplega 50 hafa fallið síðastliðinn sólarhring Tæplega fimmtíu manns hafa fallið í átökum súnní múslima og síja á undanförnum sólarhring. Ellefu súnnímúslimar voru drepnir í fangelsi í borginni Basra í Írak í gærkvöld. 23.2.2006 07:19
Stærsta rán í sögu Bretlands? Allt að fimm milljörðum íslenskra króna var rænt úr geymslu Securitas í Kent í Englandi í gær. Féð er í eigu Seðlabanka Englands. Talið er að ránið sé hið stærsta í Bretlandi til þessa. 23.2.2006 07:15
Tekist á um reykingafrumvarp Tekist var á um hvort banna ætti reykingar á veitingastöðum á opnum fundi sem Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hélt í gærkvöldi. Framsögumenn voru þingmennirnir Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Samfylkingu og Kristinn Tómasson yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins. 22.2.2006 23:39
MTV tónlistarhátíðin kostar um það bil 1,5 - 2 milljarða króna Það kostar á bilinu einn og hálfan til tvo milljarða að halda tónlistarhátíð evrópudeildar sjónvarpsstöðvarinnar MTV hér á landi. Helga Margrét Reykdal, framkvæmdarstjóri True North, segir það ekki vera spurningu um hvort hátíðin verði haldin hér á landi heldur hvenær. 22.2.2006 23:00
Rændu um 3 milljörðum króna Þjófar komust á brott með að minnsta kosti 25 milljón pund eða sem nemur 3 milljörðum íslenskra króna í vopnuðu ráni í peningageymslu í Englandi dag. 22.2.2006 22:54
Samflokksmenn skora á Þorgerði að tryggja starfsemi HA Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, skorar á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að leita leiða til að tryggja starfsemi Háskólans á Akureyri til framtíðar og að hann fái að vaxa með sama krafti og áður. 22.2.2006 22:45
SAM-félagið kaupir kvikmyndahús í Danmörku Úrás íslenskra kaupsýslumanna nær nú til kvikmyndahúsageirans því SAM-félagið, sem rekur meðal annars Sam-bíóin hér á landi, hefur keypt Cinemaxx-kvikmyndahúsakeðjuna í Danmörku. Með kaupunum má búast við að miðasala SAM-félagsins nærri fjórfaldist. 22.2.2006 22:28
Clinton, Blair og Annan á karlaráðstefnu? Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur boðið þremur af leiðtogum heimsins til alþjóðlegrar karlaráðstefnu um jafnréttismál sem haldin verður hér á landi í haust. Svör frá leiðtogunum hafa ekki borist en ráðherrann mun kynna ráðstefnuna á fundi Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. 22.2.2006 22:22
Endur í Frakklandi og Hollandi fá sprautu Sérfræðingar Evrópusambandsins hafa samþykkt umsóknir Frakka og Hollendinga um að fá að bólusetja alifugla gegn flensunni sem herjar á bræður þeirra um víðan völl. Samþykkið er þó háð nokkrum skilyrðum. 22.2.2006 22:21
Vilja stóriðju á Suðurland Samtök sunnlenskra sveitarfélaga vilja stóriðju á Suðurland. Í skýrslu samtakanna sem kynnt var í dag er svæðið sagt góður kostur fyrir fyrirtæki í stóriðju. Það eina sem vanti til að reisa megi orkufrekan iðnað á Suðurlandi er stórskipahöfn. 22.2.2006 21:49
Vopnað rán í apóteki Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í Apótekarann við Smiðjuveg í Kópavogi um hádegisbilið í dag og heimtaði lyf. Starfsfólk apóteksins þorði ekki annað en að verða við óskum mannsins og lét hann hafa eitthvað af lyfjum. Maðurinn komst á brott á hlaupum. 22.2.2006 21:40
Fangar mataðir með valdi Fangaverðir í Guantanamo hafa viðurkennt að þeir bindi fanga sem verið hafa í mótmælasvelti og neyði ofan í þá mat. Yfirfangavörður í fangelsinu greindi frá þessu í New York Times. 22.2.2006 21:14
Íslenski draumurinn Íslendingar taka mun meira mark á draumum en nágrannaþjóðirnar. Þeir tala meira um drauma, ráða í þá og trúa á að draumar geti sagt fyrir um framtíðina í mun meira mæli en aðrar Vestur-Evrópuþjóðir. Þetta er niðurstaða doktorsrannsóknar Adriënne Heijnen sem byggð er á vettvangsrannsóknum í Hrunamannahreppi á árunum 1994-2000. 22.2.2006 20:51
Gengislækkun krónunnar hafði áhrif víða um heim Gengislækkun krónunnar í gær hafði víðtæk áhrif á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði samkvæmt frétt á heimasíðu Financial Times. Þar er sagt að lækkun krónunnar hafi valdið titringi á mörkuðum með jaðargjaldmiðla sem spákaupmenn hafa sótt í að kaupa í von um háa ávöxtun á sama hátt og erlendir aðilar hafa fjárfest í krónunni í stórum stíl. 22.2.2006 20:30
Ríkisendurskoðandi kominn með gögnin frá Vilhjálmi Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitið hafa fengið gögn frá Vilhjálmi Bjarnasyni aðjúnkt í viðskiptafræðum vegna aðkomu þýska bankans Hauck und Afhauser, að kaupum á Búnaðarbanka Íslands á sínum tíma. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði of snemmt að segja til um hvort stofnunin hæfi sjálfstæða athugun á málinu. 22.2.2006 20:00
Vitnaleiðslum í Baugsmálinu lokið Vitnaleiðslum í Baugsmálinu lauk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðja tímanum í dag. Málflutningur hefst í fyrramálið og stendur fram eftir degi en að honum loknum verður málið tekið í dóm. Fram kom við vitnaleiðslur að hluti vegna leiðréttinga á innflutningsgjöldum á einni bifreið af fjórum sem deilt er um hefði runnið til góðgerðarmála. 22.2.2006 19:45
Sjálfstæðisflokkur gæti náð meirihluta með 43% Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð meirihluta í Reykjavík með 43 prósent atkvæða, en flokkurinn hefur fimm sinnum náð meirihluta í Borgarstjórn með minnihluta atkvæða. Miklu skiptir hvernig atkvæði skiptast á önnur framboð. Fleiri vilja sjá Dag B. Eggertsson í stóli Borgarstjóra, samkvæmt nýrri könnun en mjótt er þó á munum á milli þeirra. 22.2.2006 19:03
Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar harkalega gagnrýnd Stjórnarandstaðan gagnrýndi efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega þegar rætt var um viðvaranir matsfyrirtækisins Fitch, gengislækkun krónunnar og ólgu á mörkuðum á Alþingi í dag. Þá fagnaði hún yfirlýsingum forsætisráðherra í kvöldfréttum NFS í gær um að ekki væri svigrúm fyrir alla þá stóriðju sem hugmyndir væru uppi um. 22.2.2006 19:02
Telur Mladic enn ganga lausan Carla Del Ponte, aðalsaksóknari við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag segist viss um að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, gangi enn laus einhvers staðar í Serbíu. 22.2.2006 18:50
Njósnari handtekinn í Svíþjóð Snurða hefur hlaupið á þráðinn í samskiptum Rússa og Svía eftir að rússneskur vísindamaður var handtekinn í Uppsölum, grunaður um njósnir. Rússar hafa sjálfir handtekið tvo njósnara sem grunaðir eru um að starfa fyrir Breta. 22.2.2006 18:46
Hallór og Blair funduðu Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra Íslands, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, funduð í dag á heimili Blair á Downingstræti í London. Forsætisráðherrarnir ræddu meðal annars mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu og hvernig hægt væri að koma málum svo fyrir að Ísland gæti búið við fiskveiðistefnu bandalagsins. 22.2.2006 18:42
Olíu hellt á eldinn Ein fegursta og helgasta moska síjamúslíma var sprengd í loft upp í Írak í morgun. Enginn vafi leikur á að ætlun illvirkjanna hafi verið að magna ófriðinn á milli þjóðarbrotanna í landinu enda hafa árásir verið gerðar á helgidóma súnnía í dag. 22.2.2006 18:26
Engin ólga á Íslandi vegna skopteikninga af Múhameð spámanni Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, segir engar upplýsingar hafa borist ráðuneytinu um að til árekstra hafi komið vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni sem birst hafa í evrópskum blöðum síðustu vikurnar. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu um stöðu útlendinga á Íslandi á Alþingi í dag. 22.2.2006 17:31
Höfuð forsætisráðherra notað í áróðursskyni Auglýsing bresku náttúruverndarsamtakanna IFAW sem birtist í dagblaðinu The Times í morgun samræmist ekki siðareglum Sambands íslenskra auglýsenda, sem byggðar eru á siðareglum Alþjóðaverslunarráðsins. Í auglýsingunni hefur andlit Halldórs Ásgrímssonar verið klippt inn í aðra mynd af starfsmanni fiskborðs sem réttir fram hvalkjöt á bakka. 22.2.2006 17:30
Krónan veiktist um rúm 2% í dag Gengi íslensku krónunnar veiktist um rúm 2% í dag og hefur því veikst um 6,4% á síðustu tveimur dögum. Titringinn á gjaldeyrismarkaði má rekja til skýrslu matsfyrirtækisins Fitch sem birt var í gær. 22.2.2006 17:27
Barnahús verðlaunað Barnahús verður verðlaunað af alþjóðlegu barnaverndarsamtökunum ISPCAN, International Society for the Prevention of Child Abuse and Neglect. Forstjóra Barnaverndarstofu hefur verið tilkynnt þetta en verðlaunin verða afhent á heimsráðsstefnu samtakanna í byrjun september á þessu ári. ISPCAN eru einu þverfaglegu heimssamtökin á sviðið barnaverndar en markmið þeirra er að vinna gegn ofbeldi og vanrækslu barna um allan heim. 22.2.2006 17:00
Vitnaleiðslum lokið Vitnaleiðslum í Baugsmálinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur lauk á þriðja tímanum í dag. Málflutningur í málinu hefst í fyrramálið og að honum loknum verður málið dómtekið. 22.2.2006 16:40
Samískur joiksöngur, rímur, rokk og passíusálmarnir á Vetrarhátíð Samískur joiksöngur, rímur, rokk og passíusálmarnir í flutningi meistara Megas er meðal þess sem sjá má og heyra á Vetrarhátíð í Reykjavík í ár. Vetrarhátíðin hefst á morgun en hún var fyrst haldin árið 2002. 22.2.2006 15:55
Ríkisskattstjóri leggur ekki mat á útreikninga á skattbyrði Ríkisskattstjóri hefur ekki lagt mat á útreikninga Landssambands eldri borgara á að skattbyrði hafi aukist hjá þeim sem hafa lægstar tekjur eða ellilífeyri. Í tillkynningu sem Indriði H. Þorláksson, ríkisskattstjóri, sendi frá sér segir að hann hafi hvorki staðfest né hafnað niðurstöðu Landssambands eldri borgara eða annarra í umræðu sem hefur farið fram um skattbyrði. 22.2.2006 15:12
Ekki marktækur munur á fylgi Vilhjálms og Dags Ekki er marktækur munur á fylgi Dags B. Eggertssonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, í embætti borgarstjóra í vor samkvæmt borgarmálakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Samfylkinguna 14.-19. febrúar. 22.2.2006 14:55
Á yfir höfði sér dauðadóm Bandarískur hermaður hefur verið ákærður fyrir morð á tvítugri stúlku hér á landi síðastliðið sumar. Stúlkan sem var bandarísk var einnig varnarliðsmaður á Keflavíkurflugvelli og var í flugsveit hersins. Verði maðurinn fundinn sekur á hann yfir höfði sér dauðadóm eða lífstíðarfangelsi. 22.2.2006 14:16