Innlent

Engey notuð sem frystihús, löndunar- og útflutningshöfn

Engey
Engey MYND/Vilhelm

Loðnuveiðarnar eru komnar aftur í gang eftir brælu í gær og leggja sjómenn nú ofurkapp á að ná sem mestum verðmætum út úr þeim litla kvóta sem eftir er. Mestu verðmætin eru í hrognunum og nú vilja allir fryst hrogn. En þar sem frystigetan í landi er ekki næg hefur risatogaranum Engey verið lagt við bryggju í Sundahöfn. Önnur skip veiða loðnu í Faxaflóa, landa henni á Akranesi, þaðan sem hrognunum úr henni er ekið til Reykjavíkur og landað eða skipað upp í Engey. Þar eru þau fryst um leið og síðan pakkað í skyndi, en til þess að þau hlaðist ekki upp um borð er þeim jafn harðan landað út í frystiskip, sem liggur utan á Engey, sem þar með er orðin, allt í senn, eins konar löndunarhöfn, frystihús og útflutningshöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×