Innlent

Vopnað rán í apóteki

Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í Apótekarann við Smiðjuveg í Kópavogi um hádegisbilið í dag og heimtaði lyf. Starfsfólk apóteksins þorði ekki annað en að verða við óskum mannsins. Maðurinn komst á brott á hlaupum. Starfsfólki apóteksins var mjög brugðið en það sakaði ekki. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða lyf maðurinn fékk eða hversu mikið af þeim.

Maðurinn hefur ekki fundist en lögreglan í Kópavogi hefur málið til rannsökunar. Þjófurinn er á aldrinum 15-20 ára, hann er 1,65m á hæð og meðalmaður að vexti. Hann var klæddur útivistarúlpu, steingrárri hettupeysu, dökkum buxum og dökkum strigaskóm. Hann huldi andlit sitt með dökkri húfu þar sem skorin höfðu verið tvö göt fyrir augun. Ef einhver getur gefið upplýsingar um ferðir mannsins er bent á að hafa samband við lögregluna í síma 560 3040.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×