Innlent

Endur í Frakklandi og Hollandi fá sprautu

Þessar gæsir búa í Búlgaríu og fá enga sprautu.
Þessar gæsir búa í Búlgaríu og fá enga sprautu. MYND/AP

Sérfræðingar Evrópusambandsins hafa samþykkt umsóknir Frakka og Hollendinga um að fá að bólusetja alifugla gegn flensunni sem herjar á bræður þeirra um víðan völl. Samþykkið er þó háð nokkrum skilyrðum.

Frakkar sóttu um leyfi til að bólusetja endur í vesturhluta Frakklands og Hollendingar vildu bólusetja á fuglabúum sem sérhæfa sig í fuglum sem ganga úti. Meðal skilyrðanna er bann við því að flytja bólusetta fugla á fæti til annarra landa. Kjötið má hins vegar flytja út eftir sömu reglum og vanalega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×