Innlent

Á yfir höfði sér dauðadóm

MYND/Teitur

Bandarískur hermaður hefur verið ákærður fyrir morð á tvítugri stúlku hér á landi síðastliðið sumar. Stúlkan sem var bandarísk var einnig varnarliðsmaður á Keflavíkurflugvelli og var í flugsveit hersins. Verði maðurinn fundinn sekur á hann yfir höfði sér dauðadóm eða lífstíðarfangelsi.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa myrt stúlkuna og fyrir að hafa reynt að gera hvað sem hann gat til hindra rannsókn málsins. Stúlkan var myrt í svefnskála hermannanna og féll grunur strax á manninn þar sem hann hafði áður gerst brotlegur gegn stúlkunni, meðal annars með því að ræna af henni peningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×