Innlent

Vitnaleiðslum lokið

Verjendur í Baugsmálinu fara yfir gögn.
Verjendur í Baugsmálinu fara yfir gögn. MYND/Einar Ólason

Vitnaleiðslum í Baugsmálinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur lauk á þriðja tímanum í dag. Málflutningur í málinu hefst í fyrramálið og að honum loknum verður málið dómtekið.

Meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í dag voru Óskar Magnússon, starfandi stjórnarformaður Baugs á árunum 1998 og 1999, Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar, en þau tvö síðastnefndu sátu í stjórn Baugs á árunum 1998 til 2003, eða þar til þau sögðu sig úr henni vegna trúnaðarbrests.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×