Fleiri fréttir

Kynjaskipting að jafnast meðal skólastjórnenda í landinu

Fjöldi kvenna sem gegna starfi skólastjóra í grunnskólum landsins er nánast orðinn jafn mikill og fjöldi karla. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þá eru grunnskólanemendur landsins, með annað móðurmál en íslensku, rúmlega sextán prósentum fleiri nú í vetur en á síðasta skólaári.

Krónan féll í morgun

Matsfyrirtækið Fitch Rating greindi frá því í dag að horfur fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands væru ekki lengur stöðugar heldur neikvæðar. Þetta hafði þau áhrif að gengi krónunnar lækkaði á mörkuðum.

Segist hafa fengið fyrirmæli um hvernig rukka ætti fyrir bílana

Vitnaleiðslur yfir Jóni Geraldi Sullenberger hófust í morgun þegar aðalmeðferð í Baugsmálinu var fram haldið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar sagði hann að honum hefðu verið gefin fyrirmæli um hvernig rukka ætti fyrir innflutning á bílum sem ákært er vegna og að hann hafi farið að þeim óskum til að tryggja að hann fengi greiddan útlagðan kostnað vegna bílakaupanna.

Nánast jafn margir karlar og konur skólastjórar

Fjöldi kvenna sem gegna starfi skólastjóra í grunnskólum landsins er nánast orðinn jafn mikill og fjöldi karla. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þá eru grunnskólanemendur landsins, með annað móðurmál en íslensku, rúmlega sextán prósentum fleiri nú í vetur en á síðasta skólaári.

Bækur af holdi og blóði

Í dag munu grunnskólanemendur geta fengið lifandi bækur að láni í fyrsta sinn á Íslandi. Í lifandi bókasafni eru bækurnar fólk af holdi og blóði sem nemendur geta “fengið að láni” og notað til að auka þekkingu sína.

Danól og Ölgerðin verða auglýst til sölu

Eigendur Daníels Ólafssonar ehf., sem rekur heildsölufyrirtækið Danól, hafa ákveðið að selja fyrirtækið og allar eignir þess, þar með talda Ölgerðina Egill Skallagrímsson ehf. Verða félögin seld saman eða hvort í sínu lagi ef ásættanlegt kauptilboð berst. Sölumeðferðin er í höndum MP Fjárfestingarbanka hf. og er áætlað að hún taki um sex vikur.

Jón Sullenberger spurður um bílaviðskipti í Baugsmálinu

Framhald á aðalmeðferð í Baugsmálinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Vitnaleiðslur yfir Jóni Gerald Sullenberger standa nú yfir, hann er spurður í þaula um milligöngu hans um bílaviðskipti, en fjórir ákæruliðir af átta lúta að þeim.

Óskaði eftir aðstoð lögreglu við að fá endurgreitt frá eiturlyfjasala

Fólk óskar eftir aðstoð lögreglunnar í hinum ýmsu og oft ótrúlegustu málum en ósk Þjóðverja nokkurs á dögunum slær líklega flestar beiðnir um lögregluaðstoð út. Maðurinn keypti sér 200 grömm af maríjúana af ónefndum eiturlyfjasala, en þegar hann prófaði varninginn skömmu eftir viðskiptin var hann langt í frá ánægður með gæði efnisins.

Viðræður um kjarnorkuáætlun N-Kóreumanna hefjast á ný

Stefnt er að því að viðræður um lausn á deilunni um kjarnorkuáætlun Norðurkóreumanna hefjist á ný í mars eða apríl. Vesturveldin hafa lagt hart að Norðurkóreumönnum að hefja ekki auðgun úrans en stjórnvöld í Pyongyang segja það gert til raforkuframleiðslu.

Nauðsynlegt að fólk virði öll trúarbrögð

Benedikt páfi XVI segir nauðsynlegt að fólk virði öll trúarbrögð heimsins og forðist það eftir fremsta megni að vega ómaklega að trúarbrögðum, táknum þeirra og kennisetningum.

Mótmæla fjársvelti

Nemendur Háskólans á Akureyri ætla að ganga út úr tíma í dag kl. 10.15 til að mótmæla því sem þau kalla fjársvelti Háskólans. Í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum nemenda HA segir að Háskólinn á Akureyri fái lægstar tekjur á hvern nemanda af öllum ríkisreknu skólunum, þrátt fyrir að bera aukinn kostnað af því að vera á landsbyggðinni.

14 ára stúlka tekin undir stýri

Lögreglan á Selfossi stöðvaði bíl skammt utan við bæinn í nótt við venjubundið eftirlit og kom þá í ljós að þar um borð var allt í ólagi. Ökumaður var 14 ára stúlka og þess vegna að sjálfsögðu réttindalaus.

Dalvíkurbúar krefjast þess að flugvöllurinn verði áfram

Hagsmunasamtökin „Áfram" í Dalvíkurbyggð afhentu Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra undirskriftarlista í gær með sjö þúsund og fimm hundruð nöfnum þar sem þess er krafist að Reykjavíkurflugvöllur verði ekki lagður af.

BBC fjallar um Baugsmálið

Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallar ítarlega um Baugsmálið á vefsíðu sinni í dag. Þar er að finna frétt um málið og aðalmeðferð þess í gær. Farið er yfir þróun málsins og þær ákærur sem eftir standa. Aðalmeðferð í Baugsmálinu verður fram haldið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Öll olíufélögin lækkuðu verðið

Öll olíufélögin lækkuðu verð á bensínlítra um eina krónu í gær og díselolíuna um 50 aura. Algengt verð í sjálfsafgreiðslu er nú 108-109 krónur.

Sveitarstjórinn í Vík fékk sovéska kosningu

Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal og oddviti sjálfstæðismanna þar, fékk svonefnda sovéska kosningu í fyrsta sæti flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum í lokuðu pófkjöri flokksins. Alllir fimmtíu flokksmenn og stuðningsmenn flokksins sem þátt tóku í prófkjörinu greiddu honum atkvæði sitt.

Leit að námuverkamönnum hefur engan árangur borið

Leitin af sextíu og fimm námuverkamönnum sem festust á þriggja kílómetra dýpi eftir að gassprenging varð í kolanámu í bænum San Juan de Sabinas í Mexíkó í gær, hefur engan árangur borið.

Féll fimm metra ofan af húsþaki

Maður féll fimm metra ofan af húsþaki í Skerjafirði í gærkvöldi og gat sig hvergi hreyft eftir fallið. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans en mun ekki vera í lífshættu. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.

Umdeilt að arabískt fyrirtæki reki hafnir í Bandaríkjunum

Fjölmargir bandarískir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt þá ákvörðun stjórnar Bush Bandaríkjaforseta að heimilia arabísku fyrirtæki að taka yfir rekstur sex stórra hafna þar í landi. Fyrirtækið, sem staðsett er í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, hefur keypt breskt fyrirtæki sem hefur séð um rekstur hafna í sex borgum, þar á meðal Miami og New York.

Ætla að ganga út

Nemendur Menntaskólans á Akureyri hyggjast mómæla fyrirhugaðri skerðingu náms til stúdentsprófs með því að fella niður nám á miðvikudag. Menntamálaráðherra hefur boðað að nám til stúdentsprófs verði stytt á næstu árum. Þessu vilja nemendur við Menntaskólann á Akureyri mótmæla og ætla því að ganga út eftir annan tíma á miðvikudag

Innflytjendalöggjöf í Hollandi hert

Innflytjendur sem hyggjast setjast að í Hollandi þurfa að standast tungumála- og menningarpróf áður en þeir fá að koma til landsins, samkvæmt nýjum innflytjendalögum sem taka gildi um næstu mánaðamót

Níu teknir fyrir of hraðan akstur í Rangárvallasýslu

Níu ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli síðustu vikuna. Sá sem ók hraðast var mældur á 128 kílómetra hraða á 90 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi. Af þessum hópi voru tveir erlendir ökumenn sem greiddu sekt sína á staðnum.

Kanna megi auknar heimildir lögreglu til tálbeitunotkunar

Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir að velta megi því upp hvort auka þurfi heimildir lögreglu til að nota tálbeitur en segir slíkar breytingar þarfnast vandaðrar yfirferðar. Þingmaður óskar eftir utandagskrárumræðum á Alþingi um auknar heimildir til handa lögreglu eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kompás um málið þar sem tálbeitur voru notaðar til að hanka barnaníðinga.

Veik von um að mennirnir séu enn á lífi

Aðstandendur sextíu og fimm námaverkamanna í Mexíkó, sem sitja fastir á þriggja metra dýpi, bíða nú milli vonar og ótta um að það takist að bjarga þeim í tæka tíð.

Stokkseyringar setja upp álfver

Í Menningarverstöðinni í Hólmaröst á Stokkseyri verður álfum og tröllum búið afdrep í rúmlega 1000 fermetra sal á fyrstu hæðinni. Þarna munu ferðamenn og aðrir áhugamenn um íslenska þjóðmenningu geta komið og kynnst þessum athyglisverðu verum. Fréttin birtist á fréttavefnum sudurland.is.

Segir ekki hafa verið samið við Jón Gerald

Lögregla segir að Jón Gerald Sullenberger hafi játað við yfirheyrslur að hafa tekið þátt í að gera tilhæfulausa reikninga vegna bílakaupa Baugs-fjölskyldunnar. Lögregla ákvað samt að kæra Jón Gerald ekki en neitar að hafa gert við hann samning þess efnis.

Þriggja ára fangelsi fyrir að afneita helförinni

Enn er tekist á um hvar mörk tjáningarfrelsisins liggja, að þessu sinni í réttarsal í Vínarborg í dag. Þar viðurkenndi breski sagnfræðingurinn David Irving að hafa afneitað helförinni gegn gyðingum. Fyrir vikið var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi.

Metaðsókn á Fullkomið brúðkaup á Akureyri

Gamanleikritið Fullkomið brúðkaup sló 23 ára gamalt aðsóknarmet Leikfélags Akureyrar um helgina. Ekki verða þó fleiri sýningar á leikritinu í Samkomuhúsinu en sýningin flyst suður innan skamms.

Segist hafa gert ráðstafanir vegna öryggis starfsmanna sinna

Fyrirtækið Enex, sem Jón Þór Ólafsson starfaði hjá, segist hafa gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsmanna sinna í El Salvador. Forsvarsmenn þess vísa fréttum, þar sem gefið er í skyn að þeir hafi hunsað ráðleggingar um slíkt, á bug.

Óeðlilegur munur á kostnaðaráætlunum

Ægisdyr, samtök um jarðgöng milli lands og eyja, segja óeðlilegt að gífurlegur munur sé á skýrslu sem unnin var fyrir Vegagerðina nú fyrir skömmu og annarri skýrslu sem unnin var fyrir einu og hálfu ári.

Krefjast óskoraðs sjálfstæðis Kosovo

Viðræður um framtíð hins umdeilda Kosovo-héraðs í Serbíu hófust í Austurríki í dag. Kosovo-Albanar vilja að héraðið fái fullt og óskorað sjálfstæði en serbneski minnihlutinn hugsar til þess með hryllingi.

Meintum fíkniefnasölum á Ísafirði sleppt

Tveimur unglingspiltum, sem verið hafa í gæsluvarðhaldi á Ísafirði síðan á laugardag fyrir meinta fíkniefnasölu, hefur verið sleppt. Drengirnir tveir, sem eru 16 og 19 ára, voru handteknir í Ísafjarðardjúpi þar sem þeir voru á leiðinni til Ísafjarðarbæjar með 85 grömm af hassi í sölueiningum.

Fær ekki allar lóðirnar

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, segir að ekki komi til greina að einn og sami maðurinn fái allar einbýlishúsalóðirnar nema eina við Úlfarsfell úthlutaðar. Minnihlutinn í Reykjavík segir stöðuna sem upp er komin vegna útboðsins lýsandi fyrir það öngstræti sem lóðastefna R-listans er kominn í.

Ekki tilkynnt um virkan eignarhlut í Búnaðarbankanum

Þýski bankinn Hauck og Afhauser tilkynnti ekki um virkan eignarhlut í Búnaðarbanka til Fjármálaeftirlitsins eða Kauphallarinnar. Þingmenn Frjáslynda flokksins og Samfylkingarinnar kröfðust þess í dag að rannsakað yrði hvort aðkoma bankans að S-hópnum hefði byggst á blekkingum. Viðskiptaráðherra segir ekkert nýtt í málinu nema tregðu Samfylkingarinnar til að skilja að ráðherra segi ekki sjálfstæðri eftirlitsstofnun fyrir verkum.

Þriðjungur af bifreiðasköttum til vegagerðar

Skattekjur ríkissjóðs af bifreiðum voru yfir fjörutíu og fimm milljarðar króna á síðustu tíu árum. Af þeim tekjum fóru aðeins rúmir fimmtán milljarðar króna til Vegagerðarinnar. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að annaðhvort ætti að lækka skattana eða verja meiru til vegagerðar.

Sjúkraflug lengist ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni

Samgönguráðherra tekur í kvöld við undirskriftalista þar sem þess er krafist að tekið verði tillit til öryggishagsmuna landsbyggðarinnar vegna sjúkraflugs, þegar ákveðið verður hvort og þá hvert Reykjavíkurflugvöllur verður færður.

Sömdu um skiptingu hafsvæðis

Utanríkisráðherrar Danmerkur og Noregs undirrituðu í dag samning um skiptingu landsgrunns og hafsvæðis milli Svalbarða og Grænlands

Þokast í átt að nýrri ríkisstjórn

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hóf í dag viðræður við Hamas-samtökin sigurvegara þingkosninga í landinu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fulltrúi Hamas-samtakanna sagði að líklega myndi Abbas á fundinum fela Ismail Abbas, forsætisráðherraefni Hamas-samtakanna, umboð til að setja saman ríkisstjórn.

Viðræður halda áfram á morgun

Rússar og Íranir ætla að halda áfram viðræðum á morgun um auðgun Rússa á úrani fyrir Írani. Samningaviðræður vegna málsins hófust í morgun og lauk fundinum fyrir skömmu.

Sjá næstu 50 fréttir