Innlent

Krónan féll í morgun

Matsfyrirtækið Fitch Rating greindi frá því í dag að horfur fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands væru ekki lengur stöðugar heldur neikvæðar. Þetta hafði þau áhrif að gengi krónunnar lækkaði á mörkuðum.

Að sögn Paul Rawkins sérfræðings í lánshæfismati ríkissjóða hjá Fitch Ratings eru vísbendingar um talsvert aukna áhættu í þjóðarbúskapnum vegna viðskiptahalla og hratt vaxandi erlendra skulda. Matsfyrirtækið hafi að vísu vitað af ofhitnun í íslenska hagkerfinu en þróunin hafi verið óhagstæðari en fyrirtækið bjóst við.

Viðskiptahalli á árinu 2005 hafi verið 15% af heildar landsframleiðslu en hreinar erlendar skuldir fóru vel yfir 400% af útflutningstekjum. Óvissa um hvernig hagkerfi Íslands standist álagið sem fylgir meiri skuldsetningu varð til þess að fyrirtækið ákvað að endurskoða horfurnar fyrir lánshæfismat ríkissjóðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×