Innlent

Bækur af holdi og blóði

Í dag munu grunnskólanemendur geta fengið lifandi bækur að láni í fyrsta sinn á Íslandi. Í lifandi bókasafni eru bækurnar fólk af holdi og blóði sem nemendur geta “fengið að láni” og notað til að auka þekkingu sína. Lifandi bókasafnið verður starfrækt í Húsaskóla í dag milli 13:00 og 15:00 og munu nemendur í 9. bekk skólans fá tækifæri til að notfæra sér bókasafnið. Nemendum verður skipt niður í 4ra manna hópa og mun hver hópur geta tekið sér eina af þeim níu bókum sem í boði verða, farið með hana afsíðis og spurt spurninga að vild. Bækurnar verða fulltrúar þeirra hópa í samfélaginu sem gjarnan mæta fordómum, misrétti eða félagslegri útilokun en tilgangurinn með verkefninu er að auka samhug, víðsýni og þekkingu á minnihlutahópum í íslensku þjóðfélagi. Sem dæmi um lifandi bók má nefna óvirkan alkóhólista, konu sem hefur reynslu af þunglyndi, aðstandanda einstaklings með átröskun og einstakling sem lent hefur í einelti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×