Innlent

Mótmæla fjársvelti

Nemendur Háskólans á Akureyri ætla að ganga út úr tíma í dag kl. 10.15 til að mótmæla því sem þau kalla fjársvelti Háskólans.

Nemendur Háskólans á Akureyri ætla að ganga út úr tíma í dag kl. 10.15 til að mótmæla því sem þau kalla fjársvelti Háskólans. Í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum nemenda HA segir að Háskólinn á Akureyri fái lægstar tekjur á hvern nemanda af öllum ríkisreknu skólunum, þrátt fyrir að bera aukinn kostnað af því að vera á landsbyggðinni. Nemendur mótmæla því að litið sé á þá sem kostnað en ekki fjárfestingu til framtíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×