Innlent

Ætla að ganga út

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.
Nemendur Menntaskólans á Akureyri hyggjast mómæla fyrirhugaðri skerðingu náms til stúdentsprófs með því að fella niður nám á miðvikudag. Menntamálaráðherra hefur boðað að nám til stúdentsprófs verði stytt á næstu árum. Þessu vilja nemendur við Menntaskólann á Akureyri mótmæla og ætla því að ganga út eftir annan tíma á miðvikudag. Ottó Elíasson er talsmanður nemenda MA á mótmælafundinum. Hann segir að stytting námsins muni skerða möguleika nemenda á framhaldsnámi og því vilji þeir mótmæla.

Nemendur ætla ekki mæta aftur í skólann fyrr en eftir annan tíma á fimmtudag. Tímafjöldinn sem nemendur verða frá námi jafngildir þeim tíma sem fyrirhuguð stytting náms til stúdentsprófs verður en hún jafngildir því að einn kennsludagur falli niður í viku hverri. Gengið verður sem leið liggur niður á Ráðhústorg þar sem nemendur muni funda um málið.

Ottó segir að vonast hafði verið til að menntamálaráðherra eða staðgengill hans hefði séð sér fært um að mæta á fundinn en svo var ekki. Hann segist ekki geta séð að stytting náms samræmis nýrri kennsluskrá framhaldsskólanna þar sem þar segir að auka eigi fjölbreytileika náms. Að sögn Ottós munu önnur nemendafélög vera að íhuga að fara að fordæmi menntskælingja á Akureyri og það komi í ljós á morgun, þriðjudag, hvort svo verði. Hægt er að nálgast tilkynningu nemendafélags MA hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×