Fleiri fréttir

Skeljungur hækkar einnig

Skeljungur hækkaði nú síðdegis verð á bensíni um eina krónu og tuttugu aura lítrann. Verð á dísilolíu hækkaði um eina krónu. Olíufélagið Essó hækkaði bensínverð um eina krónu og 50 aura á miðnætti og Olís hækkaði um sömu upphæð í morgun.

Hundruð manna um allan heim læra íslensku á Netinu

Hundruð manna um allan heim leggja stund á íslenskunám á Netinu. Námið kallast Icelandic Online og er þróað við Háskóla Íslands. Mikill áhugi er fyrir íslenskunáminu og eru dæmi þess að nemar hafi klárað námi og síðan komið til landsins til að læra málið enn betur.

Átta manns segja upp á Leikskólanum Dal í Kópavogi

Það stefnir í enn meiri vandræði hjá Leikskólanum Dal í Kópavogi og virðist sem starfsmönnum lítist ekki á þá biðstöðu sem kom út á launaráðstefnu sem haldin var 20 janúar síðastliðin.

Ríkisstjórnin í Kanada fallin

Þrettán ára stjórn Frjálslynda flokksins í Kanada er lokið en Íhaldsflokkurinn fór með sigur af hólmi í þingkosningum þar í landi í gær.

Tímabært að refsa Írönum

Það er löngu tímabært að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi Írönum vegna kjarnorkuáætlana sinna. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Hún sagði mikilvægt að þjóðir heims stæðu saman í þessu máli.

Tugir flugmanna hjá SAS í Noregi tilkynntu um veikindi í morgun

Tugir flugmanna hjá SAS í Noregi tilkynntu um veikindi í morgun og hefur yfir sjötíu brottförum frá Gardermoen-flugvelli verið frestað. Um 150 danskir flugmenn SAS efndu í gær til skyndiverkfalls vegna orðróms um uppsagnir og hugsanlegar kjaraskerðingar.

Má rífa öll húsin á svæðinu

Fyrirhugað er að byggja allt að 240 íbúðir á Rauðarárholti í Reykjavík. Samkvæmt deiliskipulagstillögu má rífa öll húsin á svæðinu sem standa þar nú.

FL Group selur ferðaskrifstofu Íslands

FL Group hefur selt ferðaskrifstofu Íslands sem er eigandi Úrvals Útsýnar og Plúsferða. Kaupandi ferðaskrifstofunnar er fyrirtækið Exit ehf. sem einnig rekur Ferðaskrifstofuna Sumarferðir. Áætlaður söluhagnaður FL Group er um einn milljarður króna, en ársvelta Ferðaskrifstofu Íslands fyrir árið 2005 nam tveimur komma fjórum milljörðum króna.

Eiginkona og börn Pinochets sökuð um skattsvik

Eiginkona Augostos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, Lucia Hiriart, og fjögur börn þeirra voru handtekin í gær, sökuð um skattsvik. Er fjölskyldan öll sökuð um að telja ekki fram miljónir dollara.

Vistvæn og rafræn innkaup í Hafnarfjarðarbæ

Hafnarfjarðarbær og upplýsingatæknifyrirtækið ANZA hf. Undirrituðu samning í gær um tilraunaverkefni um rafræn innkaup hjá bænum. Verkefnið fellur vel að vistvænni stefnu Hafnarfjarðarbæjar sem meðal annars nær til innkaupa.

Ford fækkar störfum um 25-30.000

Fram til ársins 2012 ætlar Ford Motor, næst stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, að fækka störfum um 25-30.000 og hætta rekstri fjórtán verksmiðja. Er þetta liður í endurskipulagningu fyrirtækisins til að stemma stigu við milljarða dollara rekstrartapi í Norður-Ameríku.

Hjúkrurnarkona dæmd fyrir að rífa neglur af sjúklingum

Sumir naga neglurnar þegar þeir þjást af spennu eða streitu. Japönsk hjúkrunarkona gekk hins vegar aðeins lengra en hún var í gær dæmd til að dúsa í fangelsi í þrjú ár og átta mánuði fyrir að rífa neglur af fingrum og tám sjúklinga í sinni umsjá.

Áætlunarflug SAS hefst líklega um hádegisbil

Horfur eru á að áætlunarflug SAS-flugfélagsins hefjist af fullum krafti um hádegisbil eftir verkfallsaðgerðir flugmanna í gær sem ollu því að fjölmörg flug voru felld niður.

Dauðadóms krafist yfir Ástrala vegna fíkniefnasmygls

Dauðadóms er krafist yfir áströlskum manni sem kemur fyrir rétt í Indónesíu í dag en hann var handtekinn ásamt átta öðrum Áströlum á síðasta ári fyrir að ætla að smygla rúmlega átta kílóum af heróíni til heimalandsins.

Nýr dómari skipaður í réttarhöldunum yfir Saddam

Nýr dómari hefur verið skipaður í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö samverkamönnnum hans. Dómarinn, Raouf Abdul Rahman að nafni, er sextíu og fjögurra ára gamall Kúrdi og hefur ekki komið áður að málinu.

Maður fannst á lífi í rústunum

Maður fannst á lífi, ósærður, í rústum húss sem hrundi til grunna í Nairóbí í Kenýa í gær. Að minnsta kosti sex manns hafa fundist látnir í rústunum og yfir sjötíu eru slasaðir.

Palestínumaður veginn og tveir særðir

Ísraelsher skaut Palestínumann til bana og særði tvo til viðbótar nærri bænum Ramallah á Vesturbakkanum í gærkvöld. Frá þessu greindu palestínskir læknar. Einn hinna særðu er í lífshættu en ekki er vitað hvers vegna hermennirnir skutu á mennina.

Stephen Harper nýr forsætisráðherra Kanada

Kanadíski Íhaldsflokkurinn fór með sigur af hólmi í þingkosningunum á mánudag en fékk þó ekki hreinan meirihluta á þingi. Stephen Harper verður því næsti forsætisráðherra landsins og tekur við af vinstri manninum Paul Martin.

Hestar og vélhjól fara ekki saman.

Hestamenn á Hvolsvelli eru ekki hressir þessa dagana þar sem akstur torfæruhjóla hefur aukist verulega á reiðvegum þeirra. Hestamenn hafa kvartað mikið útaf þessu við lögregluna á staðnum, en það er stórhættulegt að blanda þessum reiðskjótum saman.

30 látast í lestarslysi í Svartfjallalandi

Að minnsta kosti þrjátíu manns létust og yfir 150 slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu í Svartfjallalandi í gær. Talið er að lestin hafi farið út af sporinu þegar bremsur hennar biluðu og valt hún þrjátíu metra ofan í gil með fyrrgreindum afleiðingum.

Óvíst með loðnukvótann

Ekkert liggur enn fyrir um það hvort, eða hvenær kvóti verður gefinn út fyrir loðnuvertíðina í vetur þar sem Hafrannsóknastofnun hefur ekki enn náð nægilegum stofnmælingum til að geta metið veiðiþol stofnsins. Skip hafa nú orðið vör við loðnu úr af Norðurlandi og austur fyrir Langanes, og nokkur skip, sem hafa takmarkaðar veiðiheimildir gegn því að stunda leit, hafa fengið slatta hér og þar, en loðnan hefur verið full af átu og ekki hentað til fyrstingar til manneldis.

Annarrar kynslóðar innflytjendur fá frekar vinnu

Konur í aldurshópnum 30-35 ára, sem eru annarrar kynslóðar innflytjendur í Danmörku eiga mun auðveldara með að fá vinnu en jafnöldrur þeirra sem eru fyrstu kynslóðar innflytjendur. Þetta kemur fram í útreikningum frá samtökum stéttarfélaga í Danmörku, LO.

Æ fleiri nauðgarar virðast nota lyf til að ná fram vilja sínum

Æ fleiri konur sem hefur verið nauðgað í Danmörku, telja að sér hafi verið gefin sljóvgandi lyf svo nauðgari þeirra gæti náð fram vilja sínum. Samkvæmt tölum frá athvarfi fyrir fórnarlömb nauðgunar í Kaupmannahöfn taldi 51 kona að sér hafi verið gefið sljóvgandi lyf á síðasta ári en 43 konur árið 2004.

Bílvelta á Gullinbrú

Kona var flutt á slysadeild eftir að bíll hennar valt á Gullinbrú í Grafarvogi um klukkan ellefu í kvöld. Bíll konunnar skall á girðingu sem liggur á milli akreina á brúnni.

Allt að 54% verðmunur á matarkörfunni

Það getur munað yfir helmingi á matvörukörfunni eftir því hvar verslað er. Þetta kemur fram í verðlagskönnun sem ASÍ gerði í gær. Ódýrust var vörukarfan í verslun Bónus þar sem hún kostaði tæpar 3.300 krónur en dýrust var hún í verslun Tíu-ellefu en þar var vörukarfan á rúmar 5.000 krónur.

Kosningafundir á Vesturbakkanum og Gasaströndinni

Mörg þúsund Palestínumenn tóku þátt í kosningafundum sem Fatah-samtök Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, Hamas-samtökin og samtökin Heilagt stríð boðuðu til á Vesturbakkanum og Gasaströndinni í kvöld. Nú er aðeins rúmur einn og hálfur sólahringur þar til Palestínumenn ganga að kjörborðinu og kjósa sér þing.

Sprenging í þjóðminjasafninu í Helsinki

Miklar skemmdir urðu þegar sprenging varð í finnska þjóðminjasafninu í Helsinki í dag. Engan sakaði. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað olli sprengingunni.

Oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík segir ekkert í hendi

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, segir ekkert í hendi þótt ný skoðanakönnun sýni að nærri fjórir af hverjum tíu vilji að hann verði næsti borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson, sem kemur næstur á eftir Vilhjálmi í könnunninni, telur sig eiga talsvert inni og segir Samfylkinguna geta stöðvað sókn sjálfstæðismanna í borginni.

Nær allir starfsmenn Icelandic Asia segja upp

21 starfsmaður Icelandic Asia, sem áður hét Sjóvík, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu frá og með deginum í dag. Eftir eru 4 starfsmenn hjá fyrirtækinu.

Áhafnarekstur Eimskipa til Færeyja

Eimskip hefur ákveðið að skrá allan áhafnarekstur sinn í Færeyjum á næstu vikum en í Færeyjum bjóða stjórnvöld fyrirtækjum á þessu sviði endurgreiðslu á tekjuskattsgreiðslum áhafna upp á 28%. Vélstjórar eru óhressir með þróun mála og hafa ítrekað farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau grípi til aðgerða.

Gömlu bækistöðvar Landhelgisgæslunnar hugsanlega seldar

Á næstu dögum verður ákveðið hvort ríkið selji lóðina sína við Seljaveg þar sem Landhelgisgæslan hefur haft bækistöðvar sínar í rúmlega hálfa öld. Landhelgisgæslan flutti þaðan um helgina og er óvíst hvort ríkið hafi þörf fyrir húsnæðið áfram.

40 milljóna króna styrkur til tækjakaupa

Íslandsbanki veitti í dag Krabbameinsfélagi Íslands 40 milljóna króna styrk til kaupa á nýju stafrænu röntgentæki sem nýtist til forvarnarstarfs Krabbameinsfélagsins.

Þingmaður Framsóknarflokks ræðst harkalega að forystu flokksins

Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins ræðst harkalega á forystu flokksins á vefsíðu sinni í dag og sakar hana um sýndarlýðræði. Yfirþyrmandi samansafn helstu valdamanna flokksins hafi lýst stuðningi við Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra og frambjóðanda í forystusætið í Reykjavík.

Eimskip skráir skip sín í Færeyjum

Eimskip hefur ákveðið að skrá allan áhafnarekstur sinn í Færeyjum á næstu vikum en í Færeyjum bjóða stjórnvöld fyrirtækjum á þessu sviði endurgreiðslu á tekjuskattsgreiðslum áhafna upp á tuttugu og átta prósent. Vélstjórar eru óhressir með þróun mála og hafa ítrekað farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau grípi til aðgerða.

Vegagerðin og Landssamband lögreglumanna í hár saman

Talsmaður Vegagerðarinnar segir Landssamband lögreglumanna vega að starfsheiðri umferðareftirlitsmanna. Segir hann landssambandið misskilja fyrirhugaðar breytingar á umferðareftirliti Vegagerðarinnar.

Slasaðist í Bláfjöllum

Stúlka var flutt á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir að hafa slasað sig í Bláfjöllum. Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan átta í kvöld og kvartað stúlkan undan verkjum í mjöð.

Ferðaáætlun 20 þúsund farþega SAS-flugfélagsins í Danmörku og Noregi hefur raskast í dag þar sem flugmenn félagsins í báðum löndum hafa ýmist lagt niður vinnu eða tilkynnt sig veika. Flugmenn vilja með þessum aðgerðum mótmæla niðurskurði hjá félaginu.

Stjórnarskipti í Kanada?

Útlit er fyrir að 13 ára valdatíð Frjálslynda flokksins í Kanada sé á enda en þingkosningar standa nú yfir í landinu.

Kínverskur verktaki býður í Héðinsfjarðargöng

Kínverskur járnbrautaverktaki, sem hlotið hefur viðurkenningu kínverskra stjórnvalda fyrir pólitíska uppfræðslu starfsmanna, er meðal þeirra sem fá að bjóða í Héðinsfjarðargöng. Vegagerðin hafnaði sama verktaka fyrir tveimur árum.

Sjá næstu 50 fréttir