Erlent

Stjórnarskipti í Kanada?

Stephen Harper, leiðtogi íhaldsmanna í Kanada.
Stephen Harper, leiðtogi íhaldsmanna í Kanada. MYND/AP

Útlit er fyrir að 13 ára valdatíð Frjálslynda flokksins í Kanada sé á enda en þingkosningar standa nú yfir í landinu.

Síðustu skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir kjörfundinn gáfu til kynna að Íhaldsflokkur Stephens Harpers fengi tíu prósentustigum meira fylgi en stjórnarflokkur Pauls Martins.

Þrátt fyrir að velsæld ríki í landinu eru Kanadamenn sagðir langþreyttir á stöðugum hneykslismálum sem virðast loða við ríkisstjórnina og af því er uppgangur íhaldsmanna sagður skýrast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×