Má rífa öll húsin á svæðinu 24. janúar 2006 12:04 Fyrirhugað er að byggja allt að 240 íbúðir á Rauðarárholti í Reykjavík. Samkvæmt deiliskipulagstillögu má rífa öll húsin á svæðinu sem standa þar nú. Svæðið sem um ræðir afmarkast af Einholti, Stórholti, Þverholti og Háteigsvegi. Á svæðinu er fyrst og fremst gamalt iðnaðar- og atvinnuhúsnæði sem er að úreltast, að sögn Jóhannesar Kjarvals hjá skipulags- og byggingarviði Reykjavíkurborgar. Þar á meðal er gamla Sól-Víking húsið, DV-húsið við Þverholt og húsið að Einholti 4 sem er í eigu Seðlabankans. Tillagan að deiliskipulaginu gerir ráð fyrir að öll húsin á svæðinu megi rífa en að sögn Kjartans Mogensens, annars höfundar tillögunnar, er þó ólíklegt að það verði raunin með hvert einasta hús, og nefnir þar sérstaklega DV-húsið og hús Seðlabankans sem líklegra er að byggt verði ofan á. Þá er gert ráð fyrir í tillögunni að bæði verði byggt verslunar- og skrifstofuhúsnæði og íbúðarhúsnæði með allt að 240 íbúðum, og með hæðartakmörkun upp á sex hæðir. Keflavíkurverktakar eiga langstærstan hluta lóðarinnar, eða um 7000 fermetra af þeim 9000 sem svæðið nær yfir, og hyggjast þeir rífa allar byggingarnar á reitnum. Tillaga að deiliskipulagi hefur verið í svokallaðri auglýsingu hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur undanfarna mánuði en að því loknu, eða í seinni hluta febrúar, mun koma í ljós hvort hún verði samþykkt. Kynningarfundur um deiliskipulagið, sem og fleiri svæði í nágrenninu, t.a.m. hið svokallaða Hlemm + svæði og Hampiðjureitinn, fer fram á Kjarvalsstöðum klukkan 17 í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Fyrirhugað er að byggja allt að 240 íbúðir á Rauðarárholti í Reykjavík. Samkvæmt deiliskipulagstillögu má rífa öll húsin á svæðinu sem standa þar nú. Svæðið sem um ræðir afmarkast af Einholti, Stórholti, Þverholti og Háteigsvegi. Á svæðinu er fyrst og fremst gamalt iðnaðar- og atvinnuhúsnæði sem er að úreltast, að sögn Jóhannesar Kjarvals hjá skipulags- og byggingarviði Reykjavíkurborgar. Þar á meðal er gamla Sól-Víking húsið, DV-húsið við Þverholt og húsið að Einholti 4 sem er í eigu Seðlabankans. Tillagan að deiliskipulaginu gerir ráð fyrir að öll húsin á svæðinu megi rífa en að sögn Kjartans Mogensens, annars höfundar tillögunnar, er þó ólíklegt að það verði raunin með hvert einasta hús, og nefnir þar sérstaklega DV-húsið og hús Seðlabankans sem líklegra er að byggt verði ofan á. Þá er gert ráð fyrir í tillögunni að bæði verði byggt verslunar- og skrifstofuhúsnæði og íbúðarhúsnæði með allt að 240 íbúðum, og með hæðartakmörkun upp á sex hæðir. Keflavíkurverktakar eiga langstærstan hluta lóðarinnar, eða um 7000 fermetra af þeim 9000 sem svæðið nær yfir, og hyggjast þeir rífa allar byggingarnar á reitnum. Tillaga að deiliskipulagi hefur verið í svokallaðri auglýsingu hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur undanfarna mánuði en að því loknu, eða í seinni hluta febrúar, mun koma í ljós hvort hún verði samþykkt. Kynningarfundur um deiliskipulagið, sem og fleiri svæði í nágrenninu, t.a.m. hið svokallaða Hlemm + svæði og Hampiðjureitinn, fer fram á Kjarvalsstöðum klukkan 17 í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira