Erlent

Jarðskjálfti upp á 6 á Richter í Kólumbíu

Jarðskjálfti upp á sex Richter skók vesturströnd Kólumbíu í kvöld. Skjálftamiðjan var 255 kílómetra vest-norð-vestur af borginni Madellin á 26 kílómetra dýpi.

Ekki er vitað um mannfall eða skemmdir en talið er að svo öflugur jarðskjálfti kunni að valda töluverðum skemmdum á húsnæði á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×