Erlent

Hjúkrurnarkona dæmd fyrir að rífa neglur af sjúklingum

Sumir naga neglurnar þegar þeir þjást af spennu eða streitu. Japönsk hjúkrunarkona gekk hins vegar aðeins lengra en hún var í gær dæmd til að dúsa í fangelsi í þrjú ár og átta mánuði fyrir að rífa neglur af fingrum og tám sjúklinga í sinni umsjá. Konan var ákærð fyrir að hafa stundað hið furðulega athæfi á tveggja mánaða tímabili haustið 2004 þar sem hún starfaði við sjúkrahús í Kyoto-borg. Fórnarlömbin voru sex talsins, allt konur sem voru rúmfastar vegna hinna ýmsu kvilla. Hjúkrunarkonan skýrði hegðun sína með því að hún hafi verið undir miklu vinnuálagi, en ekki fylgir sögunni hvort það hafi spilað inn í að neglur hennar sjálfrar hafi verið uppurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×