Erlent

Tugir flugmanna hjá SAS í Noregi tilkynntu um veikindi í morgun

Tugir flugmanna hjá SAS í Noregi tilkynntu um veikindi í morgun og hefur yfir sjötíu brottförum frá Gardermoen-flugvelli verið frestað. Um 150 danskir flugmenn SAS efndu í gær til skyndiverkfalls vegna orðróms um uppsagnir og hugsanlegar kjaraskerðingar. Aðgerðir flugmannanna héldu áfram í morgun með þeim afleiðingum, að sögn norska ríkisútvarpsins, að engin flugvél frá SAS fer frá Kaupmannahöfn fyrr en í fyrsta lagi síðdegis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×