Innlent

Áhafnarekstur Eimskipa til Færeyja

Eimskip hefur ákveðið að skrá allan áhafnarekstur sinn í Færeyjum á næstu vikum en í Færeyjum bjóða stjórnvöld fyrirtækjum á þessu sviði endurgreiðslu á tekjuskattsgreiðslum áhafna upp á 28%. Vélstjórar eru óhressir með þróun mála og hafa ítrekað farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau grípi til aðgerða.

Með þessari breytingu mun Eimskip verða þriðja skipafyrirtiækið sem færir skip sín á skrá til Færeyja en fyrir hafa Samskip og Keilir skráð skip sín þar. Eimskip rekur í Færeyjum eitt stærsta fyrirtækja eyjanna og er það mat þeirra að með þessari hagræðingu muni íslenskir sjómenn verða samkeppnishæfari á alþjóðlegum markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×