Tímabært að refsa Írönum 24. janúar 2006 12:16 Það er löngu tímabært að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi Írönum vegna kjarnorkuáætlana sinna. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Hún sagði mikilvægt að þjóðir heims stæðu saman í þessu máli. Rice sagði á fundi með utanríkisráðherra Ítalíu í gær að Bandaríkjamenn, Evrópumenn sem og nokkur önnur ríki teldu löngu tímabært að vísa málinu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, eina leiðin til að fá Írana til að hætta við kjarnorkuáætlanir sínar, væri að refsa þeim. Rice sagði ennfremur að Bandaríkin myndu þrýsta á að það yrði gert á sérstökum fundi með Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, sem fer fram snemma í næsta mánuði. Rice vildi þó ekki segja til hvernig refsiaðgerða öyrggisráðið gæti gripið til, né vildi hún tjá sig nokkuð um það hvort að Bandaríkin yrðu sátt með vægari refsingu en alþjóðlegar viðskiptahömlur. Rice sagði mikilvægt að þjóðir heims stæðu saman að því að koma í veg fyrir að Íranar fái að halda áfram með kjarnorkuáætlun sína og hafa Frakkar, Þjóðverjar og Bretar tekið undir með utanríkisráðherranum og útilokað frekari viðræður við Írana fyrr en þeir hafa fallið frá kjarnorkuáætlunum sínum. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur þó sagst vilja bíða með refsiaðgerðir sem oftast nær skili engu og hafa Rússar tekið undir með honum. Aðalsamningamaður Írana í kjarnorkumálum mun eiga fund í dag með rússneskum embættismönnum í Moskvu. Rússnesk stjórnvöld vilja og hafa boðið Íransstjórn að auðga úran í Rússlandi og flytja það til Írans til að vinna úr því raforku. Þar sem Íransstjórn hefur sagst ætla að halda sínu striki hvað varðar kjarnorkurannsóknir, er búist við því að rædd verði sú hugmynd að Íranar fái að auðga úran sjálfir en innan rússneskra landamæra. Stjórnvöld í Íran eru hissa og reið vegna yfirgangs Vesturlanda og sagt það rétt sinn og vilja þegna landsins að úran verði framleitt. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Það er löngu tímabært að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi Írönum vegna kjarnorkuáætlana sinna. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Hún sagði mikilvægt að þjóðir heims stæðu saman í þessu máli. Rice sagði á fundi með utanríkisráðherra Ítalíu í gær að Bandaríkjamenn, Evrópumenn sem og nokkur önnur ríki teldu löngu tímabært að vísa málinu til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, eina leiðin til að fá Írana til að hætta við kjarnorkuáætlanir sínar, væri að refsa þeim. Rice sagði ennfremur að Bandaríkin myndu þrýsta á að það yrði gert á sérstökum fundi með Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, sem fer fram snemma í næsta mánuði. Rice vildi þó ekki segja til hvernig refsiaðgerða öyrggisráðið gæti gripið til, né vildi hún tjá sig nokkuð um það hvort að Bandaríkin yrðu sátt með vægari refsingu en alþjóðlegar viðskiptahömlur. Rice sagði mikilvægt að þjóðir heims stæðu saman að því að koma í veg fyrir að Íranar fái að halda áfram með kjarnorkuáætlun sína og hafa Frakkar, Þjóðverjar og Bretar tekið undir með utanríkisráðherranum og útilokað frekari viðræður við Írana fyrr en þeir hafa fallið frá kjarnorkuáætlunum sínum. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur þó sagst vilja bíða með refsiaðgerðir sem oftast nær skili engu og hafa Rússar tekið undir með honum. Aðalsamningamaður Írana í kjarnorkumálum mun eiga fund í dag með rússneskum embættismönnum í Moskvu. Rússnesk stjórnvöld vilja og hafa boðið Íransstjórn að auðga úran í Rússlandi og flytja það til Írans til að vinna úr því raforku. Þar sem Íransstjórn hefur sagst ætla að halda sínu striki hvað varðar kjarnorkurannsóknir, er búist við því að rædd verði sú hugmynd að Íranar fái að auðga úran sjálfir en innan rússneskra landamæra. Stjórnvöld í Íran eru hissa og reið vegna yfirgangs Vesturlanda og sagt það rétt sinn og vilja þegna landsins að úran verði framleitt.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira