Innlent

Oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík segir ekkert í hendi

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. MYND/Gunnar V. Andrésson.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir ekkert í hendi þótt ný skoðanakönnun sýni að nærri fjórir af hverjum tíu vilji að hann verði næsti borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson, sem kemur næstur á eftir Vilhjálmi í könnunninni, telur sig eiga talsvert inni og segir Samfylkinguna geta stöðvað sókn sjálfstæðismanna í borginni.

Fréttablaðið birti í morgun niðurstöður skoðanakönnunar á meðal borgarbúa á því hver þeir vildu að yrði næsti borgarstjóri í Reykjavík. Vilhjálmur nýtur samkvæmt niðurstöðunum nokkurra yfirburða en tæp 38% vilja að hann verði næsti borgarstjóri.

Vilhjálmur segist þakklátur fyrir það traust sem borgarbúar sýni honum. Aðspurður hvort ekki liggi í augum upp að hann verði næsti borgarstjóri þar sem sjálfstæðismenn hafi samkvæmt könnunum nokkuð öruggan meirihluta í borginni segir Vilhjálmur ekkert gefið.

Næstur á eftir Vilhjálmi í könnuninni er borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson með 21% fylgi í sæti borgarstjóra. Keppinautar Dags um forystusæti Samfylkingarinnar í borginni, þau Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi, koma þar á eftir, Steinunn með tæplega 14% en Stefán Jón með 10%.

Dagur bendiur á að margir séu enn óákveðnir samkvæmt könnunninni og því sé Sjálfstæðisflokkurinn ekki búinn að vinna borgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×