Innlent

Bílvelta á Gullinbrú

Mynd af vettvangi
Mynd af vettvangi MYND/LVP

Kona var flutt á slysadeild eftir að bíll hennar valt á Gullinbrú í Grafarvogi um klukkan ellefu í kvöld. Bíll konunnar skall á girðingu sem liggur á milli akreina á brúnni.

Girðingin liggur nú niðri á fimm metra kafla. Nokkur olía lak úr bílnum og þurftu slökkviliðsmenn að þrífa hana af brúnni. Ekki er vitað um líðan konunnar en bifreiðin skemmdist nokkuð.

Ekkert liggur fyrir um tildrög slyssins en lögregla telur að hálka hafi valdið því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×