Innlent

Pælingar Halldórs Laxnes um kynhneigð á þriðja áratuginum

Pælingar Halldórs Laxnes um kynhneigð á þriðja áratuginum er aðal umræðuefni á fyrirlestri sem haldin verður í Háskóla Íslands næstkomandi föstudag á vegum Samtakana 78. Þar mun Halladór Guðmundsson rithöfundur halda fyrirlestur sem hann nefnir Halldór og hommarnir.

Í fyrirlestri sínum fjallar Halldór meðal annars um kynni Halldórs Laxness af hommum á þriðja áratugnum, pælingum hans þá í kynhneigð og tilbrigðum kynlífsins, en áhrifa þeirra gætir í fyrstu stóru skáldsögum hans, bæði Vefaranum mikla frá Kasmír og Sölku Völku. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12:00 á hádegi næstkomandi föstudag í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands






Fleiri fréttir

Sjá meira


×