Innlent

Skeljungur hækkar einnig

MYND/Hari

Skeljungur hækkaði nú síðdegis verð á bensíni um eina krónu og tuttugu aura lítrann. Verð á dísilolíu hækkaði um eina krónu. Olíufélagið Essó hækkaði bensínverð um eina krónu og 50 aura á miðnætti og Olís hækkaði um sömu upphæð í morgun. Lítrinn á stöðvum með fulla þjónustu kostar nú tæpar 118 krónur og er um átta krónum dýrari en á ódýrustu sjálfsafgreiðslustöðvunum. Verðið nálgast því hámarkið frá í byrjun september í fyrra þegar það fór í nokkra daga upp í 122 krónur á lítrann. Þá var heimsmarkaðsverð á olíutunnu um 800 dollarar, en er um 600 dollarar núna. Atlantsolía hefur ekki tekið ákvörðun hvort þeir hækki verðið hjá sér eins og hin olíufélögin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×