Erlent

Stephen Harper nýr forsætisráðherra Kanada

Stephen Harper er nýr forsætisráðherra Kanada
Stephen Harper er nýr forsætisráðherra Kanada MYND/AP

Kanadíski Íhaldsflokkurinn fór með sigur af hólmi í þingkosningunum á mánudag en fékk þó ekki hreinan meirihluta á þingi. Stephen Harper verður því næsti forsætisráðherra landsins og tekur við af vinstri manninum Paul Martin. Íhaldsmenn unnu 125 sæti á þingi af þeim 308 sem í boði voru en frjálslyndir fengu 102 sæti. Til að ná hreinum meirihluta þarf flokkur að fá að minnsta kosti 40% atkvæða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×