Erlent

Annarrar kynslóðar innflytjendur fá frekar vinnu

Konur í aldurshópnum 30-35 ára, sem eru annarrar kynslóðar innflytjendur í Danmörku eiga mun auðveldara með að fá vinnu en jafnöldrur þeirra sem eru fyrstu kynslóðar innflytjendur. Þetta kemur fram í útreikningum frá samtökum stéttarfélaga í Danmörku, LO. Um þrjár af hverjum fjórum konum sem eru annarrar kynslóðar innflytjendur og í umræddum aldurshóp, eru með fasta vinnu en einungis um helmingur þeirra kvenna sem eru innflytjendur. Niðurstöður þessar þykja koma á óvart en hingað til hefur verið nokkur óvissa um atvinnuþátttöku þeirra kvenna sem alast upp sem annarrar kynslóðar innflytjendur. Ástæður þessa miklu atvinnuþátttöku eru meðal annars sagðar vera þær að konurnar ná að fóta sig í menntakerfinu og fari síðan út á vinnumarkaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×