Erlent

Bráðabirgðaskýrsla um fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna kynnt

MYND/Atli Már Gylfason

Dick Marty, þingmaður frá Sviss, kynnti í morgun bráðabirgðaskýrslu sína fyrir Evrópuráðið um fangaflug leyniþjónustu Bandaríkjanna og ólöglega vistun meintra hryðjuverkamanna í leynilegum fangelsum í Evrópu. Í skýrslu Marty kemur fram að hugsanlega hafi yfir eitt hundrað manns verið fluttir með svo kölluðum fangaflugi og það séu fangabúðir í Evrópu tengdar þessu en ekki séu til sannanir fyrir því. Evrópuþing hefur sett á stofn rannsóknarnefnd sem mun halda rannsóknum áfram. Ekki var minns á Ísland sérstaklega í þessari skýrslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×