Erlent

Ættleiddi stúlku þrátt fyrir að vera ákærður fyrir misnotkun á barni

Yfirvöld í Álaborg í Danmörku liggja nú undir miklu ámæli eftir að upp komst að danskur karlmaður fékk að ættleiða stúlku frá Taílandi, þrátt fyrir að eiga yfir höfði sér ákæru fyrir kynferðislega misnotkun á annarri stúlku. Jótlandspósturinn greinir frá þessu í dag. Ættleidda stúlkan var frænka taílenskrar eiginkonu mannsins. Maðurinn var síðar dæmdur fyrir misnotkun á báðum stúlkum sem meðal annars fólust í samræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×