Erlent

Nauðgaði tólf vikna barni

Fertugur breskur karlmaður sem nauðgaði tólf vikna barni með hjálp kærustu sinnar sem átti að passa barnið hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Nítján ára unnusta hans hefur verið dæmd til fimm ára fangelsisvistar.

Maðurinn játaði brot sín, þar á meðal að hafa nauðgað stúlkunni þrisvar og tekið myndir af athæfinu. Hann játaði einnig að hafa áreitt fjórtán ára vinkonu kærustu sinnar kynferðislega.

Brotin framdi maðurinn snemma árs 2004 þegar unnusta hans passaði barn einstæðrar móður. Dómarinn sagði unnustu mannsins að hún hefði brugðist trausti móðurinn herfilegra. Hann tæki hins vegar tillit til þess að sjálf væri hún að nokkru leyti fórnarlamb unnusta síns sem hefði spillt henni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×