Innlent

Máli skiptir að dómstólar taki afstöðu til ákæruatriða

Mynd/Pjetur

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir á heimasíðu sinni að með dómi Hæstaréttar í gær hafi Baugsmálið komist á brautina til efnislegrar meðferðar hjá dómstólunum, en það hljóti að skipta mestu að dómstólar taki afstöðu til ákæruatriða. Eins og við greindum frá í fréttum NFS síðdegis í gær staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna kröfu verjenda í Baugsmálinu, um að átta ákæruliðir , sem enn eru fyrir Héraðsdómi, verði látnir falla niður. Einnig að dómsmálaráðhera hafi ekki verið vanhæfur til að skipa sérstakan saksóknara í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×