Innlent

Saka stjórnendur um launasukk

Hannes Smárason forstjóri FL-Group
Hannes Smárason forstjóri FL-Group MYND/GVA

Flugmenn Icelandair hafa slitið samningaviðræðum við félagið um tilslakanir varðandi leiguflug félgagsins í útlöndum, vegna launasukks stjórnenda, eins og heimildarmaður úr röðum flugmanna orðaði það við NFS. Viðræðurnar áttu að varða leiguflug Loftleiða og Icelandair Cargo, en ekki reglubundið millilandaflug. Að sögn heimildarmanns NFS lögðust fréttir af starfslokasamningi Ragnhildar Geirsdóttur og launum Hannessar Smárasonar forstjóra FL Group afar illa í flugmenn, sem áttu að taka á sig aukna vinnu, gegn lítilli sem engri greiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×